fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Sigmar sakar ráðherra um vanþekkingu eða vísvitandi aðför: „Má segja að Kristján sé ekki samherji svínabænda“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson, talsmaður  fé­lags svína­-, eggja­- og kjúk­linga­bænda (FESK), segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, annaðhvort illa gefinn eða hafi illt í hyggju gagnvart svínabændum og hygli sjávarútvegi umfram landbúnaði.

Ástæðan sé ný búvöru- og tollalög sem Kristján hefur lagt fram:

„Kristján Þór Júlíusson hefur lagt fram ný búvörulög og tollalög. Annað hvort hefur hann enga þekkingu á stöðu íslensk landbúnaðar eða hann er vísvitandi að gera aðför að svínarækt á Íslandi.“

Hygli sjávarútvegi á kostnað svínabænda

Sigmar segir tímasetninguna hjá Kristjáni undarlega og setur hana í samhengi við tillögur Kristjáns um meinta lækkun veiðigjalda á sjávarútveg:

 „Það er ansi sérstakt að þetta frumvarp sé að koma fram á sama tíma og hann er með tillögur um að lækka veiðigjöld á sjávarútveg til að styðja við íslenskan sjávarútveg. Það má segja að Kristján sé ekki samherji svínabænda á Íslandi,“

segir Sigmar með vísun í Samherjamálið.

Lækkun, eða ekki lækkun ?

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór mikinn á dögunum yfir meintri lækkun á veiðigjöldum á útgerðina og sagði að nú ættu skattgreiðendur að borga með útgerðinni.

Var hann harðlega gagnrýndur fyrir túlkun sína, þar sem ekki væri um lækkun ríkisstjórnarinnar að ræða. Fékk Ágúst Ólafur meira að segja gagnrýni frá kollegum sínum í stjórnarandstöðunni sem sögðu hann fara með fleipur.

Þá svaraði SFS einnig gagnrýni Ólafs:

„Veiðigjald er, og hefur verið, tengd afkomu greinarinnar. Ef launamaður lækkar í launum lækka tekjuskattsgreiðslur hans að sama skapi. Samt sem áður væri beinlínis rangt að halda því fram að hann hafi notið skattalækkunar ef skattprósentan er sú sama. Skatthlutfall veiðigjalds var 33% og verður áfram 33%. Hagnaður fiskveiða fyrir skatt var 33,2 milljarðar árið 2016 en lækkaði í 6,9 milljarða árið 2017. Lækkunin nemur 79%. Svo einfalt er það.“

Sjá nánar: Ágúst er brjálaður:„Eiga skattgreiðendur nú að borga með stórútgerðinni?“

Sjá nánar: Ágúst Ólafur sagður hafa hlaupið á sig – „Ég þooooli ekki svona stjórnmál“ – „Röng framsetning“

Sjá nánar: Segir Björn Leví hafa rassskellt Ágúst Ólaf

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða