Laugardagur 14.desember 2019
Eyjan

Segir Björn Leví hafa rassskellt Ágúst Ólaf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. nóvember 2019 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistlahöfundurinn þekkti Sirrý Hallgrímsdóttir segir í Bakþönkum Fréttablaðsins í dag að dómstólar þurfi að kveða upp úr um hvort Samherji hafi framið glæpi í Namibíu. Mútugreiðslur og aðrán séu ömurlegir glæpir sem þar til bær yfirvöld þurfi að rannsaka, það sé hins vegar ekki í verkahring stjórnmálamanna að stinga upp á refsingum skömmu eftir að greint hefur verið frá málum í fjölmiðlum.

Sirrý segir að viðbrögð Samfylkingarinnar í málinu hafi verið sérstaklega vanstillt. Hún skrifar:

„Stjórnmálamenn ættu að gæta sín við svona aðstæður. Dómstólar sjá um að kveða upp sekt eða sakleysi og það er t.d. ekki í verkahring alþingismanna að krefjast kyrrsetningar eigna eins og Samfylkingin gerði nokkrum klukkustundum eftir að málið kom fram.

Sá málflutningur Samfylkingarinnar að málið kalli á að fiskveiðistjórnunarkerfinu verði kollvarpað á Íslandi er fráleitur. Það er sjálfsagt að rökræða það kerfi en að meint lögbrot erlendis kalli á uppstokkun, lýsir veikri málefnastöðu. Enn síður leiða þessir mögulegu glæpir til þess að stjórnarskrá landsins sé hent á haugana.

En þessi popúlísku upphlaup Samfylkingarinnar eru skiljanleg, flokkurinn er aðallega að berjast við Pírata um hugmyndafræðilega forystu meðal vinstri manna í ójafnvægi.“

Sirrý segir síðan að nýlega hafi Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, farið með fleipur um veiðigjöld og það hafi komið í hlut Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, að leiðrétta vitleysuna og kenna Ágústi lexíu:

„Ágúst Ólafur Ágústsson fullyrti um daginn að ríkisstjórnin hefði lækkað auðlindaskattinn á sjávarútveginn. Í ljós kom að þetta var ósatt hjá Ágústi og án efa vissi hann betur, en það hljómaði bara vel.

En svo blöskraði Pírötunum.

Björn Leví tók Ágúst á hné sér, flengdi hann opinberlega fyrir ósannindin og útskýrði fyrir honum að svona gerðu menn ekki. Vonandi lærðu Ágúst Ólafur og Samfylkingin Píratalexíuna sína.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn vill fá svör: Hverjir keyptu eignir Íbúðalánasjóðs? „Þetta er algjörlega ólíðandi framkoma“

Þorsteinn vill fá svör: Hverjir keyptu eignir Íbúðalánasjóðs? „Þetta er algjörlega ólíðandi framkoma“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur ósáttur: Allt stopp eftir óveðrið – „Það vantar mikið upp á“

Þórólfur ósáttur: Allt stopp eftir óveðrið – „Það vantar mikið upp á“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samfylkingin vill að skattrannsóknarstjóri geti ákært og sótt til saka

Samfylkingin vill að skattrannsóknarstjóri geti ákært og sótt til saka
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sakar Helga um bullandi vanhæfi: „Vill einmitt svo skemmtilega til að eiginkona Helga Hrafns er forstöðumaður Siðmenntar“

Sakar Helga um bullandi vanhæfi: „Vill einmitt svo skemmtilega til að eiginkona Helga Hrafns er forstöðumaður Siðmenntar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umsóknir um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins alls 41

Umsóknir um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins alls 41
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Íslendingar byrjaðir að hamstra – Örtröð í verslanir og Vínbúðir – „Alvöru dómsdagsstemning“

Íslendingar byrjaðir að hamstra – Örtröð í verslanir og Vínbúðir – „Alvöru dómsdagsstemning“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Eiríkur fyrstur Íslendinga til að gegna embætti formanns EMBL

Eiríkur fyrstur Íslendinga til að gegna embætti formanns EMBL
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja aukið eftirlit og stöðva fúsk: „Heilsu og öryggi landsmanna stefnt í hættu“

Vilja aukið eftirlit og stöðva fúsk: „Heilsu og öryggi landsmanna stefnt í hættu“