fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Magnús Ragnars fagnar svartri skýrslu um RÚV – „Staðfestir það sem ég hef hrópað á torgum um árabil“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Símanum, fagnar svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi RÚV sem kom út í morgun.

Segir hann það staðfestingu á því sem hann hafi bent á í mörg ár:

„Ríkisendurskoðun staðfestir það sem ég hef hrópað á torgum um árabil, að stjórn og stjórnendur Ríkisútvarpsins brjóti lög sérhvern dag.“

Í skýrslunni kemur fram að RÚV hafi ekki farið að samkeppnislögum, en RÚV bar að stofna dótturfélög um þann rekstur sem ekki féll undir fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu, en gerði ekki. Segir í skýrslunni að RÚV hafi þar með beitt sér með ólögmætum hætti á samkeppnismarkaði.

Þá er einnig gerð krafa um skýrari aðgreiningu í bókhaldinu og að gengið verði lengra í að gera formlega arðsemiskröfu til samkeppnisrekstrar og það sé ófrávíkjanleg krafa að bókhaldið sé gegnsætt.

Þá er skuldastaða RÚV sögð mikil og greiðslugeta veik.

Vissu af eigin brotum

RÚV hefur brugðist við skýrslunni. Í tilkynningu segir:

„Skýrslan staðfestir margt sem stjórn og stjórnendur RÚV hafa áður vakið athygli á og undirstrikar þann mikla árangur sem orðið hefur af aðgerðum undanfarinna ára til að styrkja rekstur RÚV og efla almannaþjónustuhlutverk þess.“

Tilkynningu RÚV má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun