fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Eyjan

Aðdáunarverðar Rauðsokkur – og vinkonur mömmu

Egill Helgason
Laugardaginn 2. nóvember 2019 23:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér til mikillar ánægju rakst ég á þessa ljósmynd. Þetta er frá athöfn þar sem Jafnréttisráð heiðraði Rauðsokkur. Yst til hægri á myndinni er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Rauðsokkurnar voru að koma fram þegar ég var svona tíu ára. Þær vöktu óhemju athygli þegar þær gengu niður Laugaveg 1. maí 1970 með stórt líkneski af konu þar sem var letrað á borða „Manneskja, ekki markaðsvara“.

Á árunum þar á eftir höfðu Rauðsokkurnar gríðarleg áhrif á samfélagið. Það var gert grín að þeim, þær hæddar og spottaðar, margir hneyksluðust, en málstaðurinn var góður og þær biluðu ekki. Þær voru auðvitað hluti af hreyfingu sem náði út um víða veröld – frumherjar og frumkvöðlar. Þær ruddu braut.

Sjálfur fylgdist ég vel með þessu vegna móður minnar, Guðrúnar Ólafsdóttur, hún var virk í kvenfrelsisbaráttunni og margar konurnar á myndinni hér að ofan eru góðar vinkonur hennar. Mamma þjáist af heilabilun og dvelur á hjúkrunarheimili. En það er ekki síst vegna hennar að mér þykir vænt um að sjá þessa mynd.

Á myndinni eru í efri röð: Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Jafnréttisráðs, Þuríður Pétursdóttir, Hildur Hákonardóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Edda Óskarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Neðri röð: Lilja Ólafsdóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Helga Ólafsdóttir, Björg Einarsdóttir og Gerður Óskarsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þeir sem flæmdu Laxness úr skólunum

Svarthöfði skrifar: Þeir sem flæmdu Laxness úr skólunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stóra Miðflokksfléttan

Orðið á götunni: Stóra Miðflokksfléttan