fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Sjáðu örlæti ríkisstjórnarinnar í aðdraganda jóla – Desemberframlög þriðjungur af árslaunum Katrínar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 19:45

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef stjórnarráðsins má sjá tvær tilkynningar í dag sem báðar tengjast hátíð ljóss og friðar. Annars vegar er um að ræða samþykkt ríkisstjórnarinnar um að veita fimm milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu, til hjálparsamtaka „í aðdraganda jóla.“

Um er ræða Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Vesturlands, Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp-félagasamtök, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Rauða kross Íslands og Fjölskylduhjálp Íslands.

Hinsvegar er um að ræða tilkynningu um að veita öðrum fimm milljónum til viðbótargreiðslna umsækjenda um alþjóðlega vernd í desember, en undanfarin ár hafa umsækjendur fengið slíka greiðslu í desember til viðbótar við fastar framfærslugreiðslur.

Í lok október nutu tæplega 600 umsækjendur um alþjóðlega vernd þjónustu hjá Útlendingastofnun og sveitarfélögunum Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ.

Lítið í allskyns samanburði

Samtals veitti ríkisstjórnin því heilum 10 milljónum af ráðstöfunarfé sínu til þess sem mætti kalla þörf og góð málefni í þesum tveimur málaflokkum, en ekki er loku fyrir það skotið að tilkynnt verði um fleiri slík framlög á næstu dögum og vikum, nú þegar jólahátíðin færist nær.

Til samanburðar má geta þess að laun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, voru í fyrra rúmar 29 milljónir, sem gerði Katrínu að 17. launahæsta þjóðarleiðtoga heims, samkvæmt úttekt USA Today.

Sjá nánar: Katrín Jakobsdóttir er meðal hæst launuðu þjóðarleiðtoga heims

Þá skal einnig tekið fram, að félagsmálaráðuneytið tilkynnir einnig um stuðning sinn við byggingu fimm leiguíbúða í Árnesi, en sá stuðningur felst í fjármögnun í gegnum Íbúðalánasjóð upp á eina milljón króna.

Líkt og komið hefur fram í fréttum hefur Íbúðalánasjóður tapað 200 milljörðum króna frá árinu 1994 og má því tæplega við að styrkja verkefnið um hærri upphæð, enda ekki tengt jólunum á nokkurn hátt svo vitað sé.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi