fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Staðall gegn mútugreiðslum fæst í Staðlabúðinni – Ekki of seint fyrir Samherja segir framkvæmdastjórinn

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. nóvember 2019 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðlaráð Íslands gaf út stjórnkerfisstaðal gegn mútugreiðslum, er nefnist ISO 37001, árið 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu í dag frá Staðlaráði Íslands. Tímasetning tilkynningarinnar vekur athygli, en sem kunnugt er hefur stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, Samherji, verið sakað um mútugreiðslur í Namibíu.

Að sögn Helgu Sigrúnu Harðardóttur, framkvæmdastjóra Staðlaráðs, þótti tilefni til að minna á staðalinn í ljósi frétta af Samherja, en Helga sagði við Eyjuna að það væri ekki of seint fyrir Samherja að innleiða slíkan staðal:

„Nei það er aldrei of seint. Af gefnu tilefni vildum við minna á að til eru allskyns stjórntæki og verkfæri í staðlaheiminum sem nýtast í allskyns verkefnum. Staðlarnir nýtast líka öllum, hvort sem um opinbera aðila er að ræða, eða einkafyrirtæki, stór sem smá,“

sagði Helga.

Staðalinn má kaupa fyrir 24.502 krónur í Staðlabúðinni

Mútur hafa mörg andlit

Um staðalinn segir í tilkynningu:

Mútur hafa mörg andlit og mútur í margvíslegum myndum eru útbreitt fyrirbæri um allan heim. Mútugreiðslur eru alvarlegt félagslegt, efnahagslegt, pólitískt og siðferðilegt áhyggjuefni. Mútur grafa undan góðri stjórnsýslu, standa í vegi fyrir framþróun og hamla heilbrigðri samkeppni. Slíkar greiðslur ýta undir óréttlæti, mannréttindabrot og fátækt. Mútur draga úr trausti á stofnunum samfélagsins og milli manna. Í viðskiptum auka mútur kostnað og hækka verð á vöru og þjónustu jafnframt því að draga úr gæðum.

Alþjóðlegir staðlar

Af þessum ástæðum hafa stjórnvöld margra ríkja tekið höndum saman um að vinna gegn þessari tegund spillingar með alþjóðlegum samningum. Ísland er til að mynda aðili að samningi OECD um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Í inngangi samningsins er lögð áhersla á að mútur séu útbreitt vandamál í alþjóðlegum viðskiptum, þær grafi undan góðum stjórnarháttum, skekki samkeppnisstöðu og dragi úr almennri hagsæld.Viðspyrna stjórnvalda gegn mútum dugar augljóslega ekki ein og sér. Atvinnulífið, fyrirtækin sjálf, verður líka að taka til hendinni og berjast gegn þeim skaðvaldi sem mútur eru. Alþjóðlegu staðlasamtökin ISO hafa lagt sitt af mörkum  og gáfu á liðnu ári út staðalinn ISO 37001 Anti-bribery management systems – Requirements with guidance for use.

Eins og heitið gefur til kynna er hér um að ræða stjórnkerfisstaðal sem dregur upp kröfur sem skilvirkt stjórnunarkerfi fyrirtækis eða stofnunar þarf að uppfylla ef það vill hindra mútur. Jafnframt eru í staðlinum leiðbeiningar um innleiðingu, starfrækslu og viðhald slíks stjórnunarkerfis. Staðallinn er þannig gerður að fella má stjórnunarkerfi samkvæmt honum inn í það stjórnunarkerfi sem fyrir er í viðkomandi stofnun eða fyrirtæki. Af staðlinum má ráða að mútur geta birst í afar fjölbreytilegum myndum, sem vert er að kynna sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt