fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Eyjan

Óvíst með aðkomu Samherja að Fiskideginum mikla – Sveitarstjóri krefst afsökunarbeiðni frá RÚV –„Verulega særandi“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitastjórinn í Dalvíkurbyggð, Katrín Sigurjónsdóttir, segir við Eyjuna að RÚV skuldi íbúum Dalvíkur afsökunarbeiðni vegna þáttarins í gær um Samherja.

Þáttur Kveiks hófst með þessum orðum um Fiskidaginn mikla, sem haldinn er árlega:

„Aðra helgina í ágúst ár hvert blæs Samherji til mikillar veislu hér á Dalvík, mettar tugi þúsunda og býður öllum á glæsilega tónleika og flugeldasýningu. Sunnar á hnettinum er hinsvegar gullkista fyrirtækisins, strendur Namibíu. Og þar skiptir engu máli hvaða dagur er, Samherji stendur ekki í því að gefa.“

Köld vatnsgusa

Katrín sagði við Eyjuna í morgun að henni hafi þótt þessi byrjun særandi:

„Þar kemur skýrt fram í upphafi, að Samherji bjóði til veislu. Og þarna segi ég að umsjónarmenn þessa þáttar og RÚV, eigi að biðja íbúa Dalvíkurbyggðar og þá fjölmörgu styrktaraðila sem bjóða til Fiskidagsins mikla, afsökunar. Það eru á annað hundrað styrktaraðilar sem koma að Fiskideginum mikla fyrir utan alla íbúa Dalvíkurbyggðar sem leggja nótt við dag að fegra umhverfið og kosta miklu til sjálfir að bjóða fólki heim í fiskispúpu vinna að ýmsum hætti að Fiskideginum. Upphaf þessara þáttar er köld vatnsgusa framan í gestrisna íbúa Dalvíkurbyggðar.  Það er verulega sárt að sjá svona samsetningu í upphafi þáttar, það var verulega særandi,“

sagði Katrín, en Dalvíkurbyggð er einn af styrktaraðilum Fiskidagsins.

Óvíst með aðkomu Samherja

Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, tók í svipaðan streng í samtali við Eyjuna. Hann sagði það miður að Kveikur hefði sett Fiskidaginn í slíkt samhengi með Samherja í þættinum, sem væri aðeins einn af 15 stærstu styrktaraðilum hátíðarinnar.

Aðspurður hvort þátturinn í gær myndi hafa einhver áhrif á aðkomu Samherja á hátíðina á næsta ári, sagði Júlíus:

„Ég geri mér nú ekki alveg grein fyrir því á þessum tímapunkti, en ég held ekki. Það er líklega bara of snemmt að tala um það, það eru eflaust önnur mál sem eru í forgrunni á þessum tímapunkti, svo skömmu eftir að málið kemur upp. Við viljum sjá aðeins hvernig þetta mál þróast, það ekki búið að taka neinar ákvarðanir.“

Sniðganga á misskilningi byggð

Eftir sýningu þáttarins í gær loguðu samfélagsmiðlar. Einhverjir slengdu því fram að þeir ætluðu ekki að mæta aftur á Fiskidaginn mikla, vegna tengsla Samherja við hátíðina. Júlíus segir leitt að fólk hafi brugðist  við með slíkum hætti:

„Ég tók eftir því þegar þetta fór af stað og þótti leitt að sjá slík ummæli, því það eru svo margir sem koma að þessum degi, og því fannst mér pínu sérstakt að Kveikur skyldi nota sér þetta til að ná einhverjum tilfinningatengslum hjá fólki. Það stakk mig að rannsóknarvinnan hafi ekki verið betri hjá þeim, að skoða hvernig Fiskidagurinn er samsettur. Samherji býður ekki einn til þessarar veislu, hér er um að ræða fjölmarga sem leggja hönd á plóg, bæði fyrirtæki og einstaklinga. Það hefur kannski meira borið á Samherja vegna kvölddagskrárinnar sem er í þeirra boði, en þetta var röng framsetning í þættinum eins og þetta blasti við mér.“

Fiskidagur án Samherja?

Júlíus sagði það erfitt að meta til fjár hlut Samherja í hátíðinni:

 „Sumir leggja beinharða peninga í þetta, en Samherji skaffar hráefni, hús og tæki, fyrir utan hvað þeir greiða verktökum fyrir kvölddagsskránna, en það fer ekki í gegnum nefndina. Ég veit því ekki nákvæmlega hver hlutur Samherja er í formi styrkja, það er erfitt að meta það til fjár.“

Júlíus bar því einnig við að erfitt yrði að halda Fiskidaginn mikla án aðkomu Samherja:

„Það yrði alltaf öðruvísi hátíð að minnsta kosti. Í upphafi voru fleiri fiskvinnslufyrirtæki í byggðarlaginu sem lögðu sitt af mörkum, en með þessu sniði sem hátíðin er nú, væri það mjög erfitt að halda hana án aðkomu Samherja,“

sagði Júlíus.

Þess skal getið að samkvæmt heimildum Eyjunnar hefur aldrei verið boðið upp á hrossamakríl frá Namibíu á Fiskideginum mikla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Efling krefst þess að erlendir starfsmenn fái betri upplýsingar um COVID-19

Efling krefst þess að erlendir starfsmenn fái betri upplýsingar um COVID-19
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðni hjólar í Dag – „Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik“

Guðni hjólar í Dag – „Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins