fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Katrín krefst rannsóknar: „Til skammar fyrir Samherja – minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, vill að Samherjamálið verði rannsakað, í kjölfar umfjöllunar Kveiks og Stundarinnar um málefni fyrirtækisinsí gær. Þetta sagði hún í hádegisfréttum RÚV:

„Ég var mjög slegin og mér var mjög brugðið við að horfa á þau gögn sem voru birt í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi. Það er alveg ljóst að ef þessir málavextir reynast réttir, eins og þeir voru birtir þarna, þá er þetta mál allt hið versta og til skammar fyrir Samherja og mikið áhyggjuefni fyrir íslenskan sjávarútveg og íslenskt atvinnulíf. Þetta mál þarf núna að rannsaka ofan í kjölinn. Það þarf að lyfta hverjum steini þar. Málið er þegar komið til meðferðar héraðssaksóknara, sömuleiðis hefur skattrannsóknastjóri fengið afmörkuð gögn sem tengjast þessu máli. Við gerum auðvitað þá kröfu til íslenskra fyrirtækja að þau fylgi íslenskum lögum og lögum í þeim löndum þar sem þau starfa. Hins vegar verð ég að segja að eins og þetta mál blasti við í gær fannst mér það minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra sem eru að nýta sér veikleika í stjórnkerfi viðkomandi lands.“

Engin mótsögn – Fylgja þarf lögum

Katrín neitaði fyrir að mótsögn fælist í því að leggja fram lagafrumvarp um vernd uppljóstrara á sama tíma og hún hefði sent erindi til lögreglu vegna mögulegrar uppljóstrunar starfsmanna Seðlabanka Íslands til fréttamanns RÚV vegna húsleitarinnar hjá Samherja, vegna gruns um brots á skilaskyldu gjaldeyris:

„Í því máli ætlast ég líka til að lögum sé fylgt, alveg eins og í þessu máli. Hins vegar hvað varðar það frumvarp sem ég hef lagt fram á Alþingi um vernd uppljóstrara, það snýr að því hvernig við getum tryggt vernd uppljóstrara í íslensku réttarumhverfi. Ég held að málið í gær sýni okkur enn betur nauðsyn þess að það mál verði afgreitt á Alþingi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn