fbpx
Sunnudagur 25.október 2020
Eyjan

Gríðarleg fækkun ferðamanna til Íslands

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 16:00

Þurfum við að bjóða ferðamönnum upp á fleira en rok og rigningu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 163 þúsund í októbermánuði eða um 36 þúsund færri en í október árið 2018. Fækkun milli ára nemur 18,4%. Samkvæmt niðurstöðum talninga Ferðamálastofu á skiptingu þjóðerna munar mest um fækkun Bandaríkjamanna, en brottförum þeirra fækkaði um 25 þúsund frá því í október 2018 eða um 42% milli ára.

Fækkun hefur verið alla mánuði frá áramótum. Í janúar nam hún 5,8%, í febrúar 6,9%, í mars 1,7%, í apríl 18,5%, í maí 23,6%, í júní 16,7%, í júlí 17%, 13,5% í ágúst og 20,7% í september.

Bandaríkjamenn voru fjölmennastir í október eða um fimmtungur brottfara en þar á eftir komu Bretar eða um 12,6% af heild.

Frá áramótum hafa um 1,7 milljónir erlendra farþega farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sem er 14,7% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra.

Fjölmennustu þjóðernin

Af einstaka þjóðernum voru flestar brottfarir í október tilkomnar vegna Bandaríkjamanna sem fyrr segir. Bretar voru í öðru sæti en brottfarir þeirra voru um 20.500 talsins eða 16,9% færri en í október árið áður. Í þriðja sæti voru brottfarir Kínverja, tæp 10.800 talsins og fjölgaði þeim um 24,3% milli ára.

Þar á eftir fylgdu síðan brottfarir Pólverja (6,4% af heild), Frakka (5,5% af heild), Þjóðverja (5% af heild), Spánverja (3,7% af heild), Dana (3,3% af heild), Kanadamanna (2,9% af heild) og Hollendinga (2,3% af heild).

Ferðir Íslendinga utan

Um 57 þúsund Íslendingar fóru utan í október í ár eða 11% færri en í október 2018. Frá áramótum hafa um 522.600 Íslendingar farið utan eða 7,8% færri en á sama tímabili í fyrra.

Þjóðernasamsetning metin með nýjum hætti

Frá og með 1. október voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi talningar brottfararfarþega eftir þjóðerni á Keflavíkurflugvelli. Í stað handtalningar á öllum farþegum á leið úr landi verður þjóðernasamsetning framvegis metin út frá kerfisbundnu úrtaki.

Ferðamálastofa mun sem áður birta þjóðernasamsetningu ferðamanna fyrir hvern mánuð byggða á niðurstöðum frá úrtaki og tölum Isavia um heildarfjölda brottfararfarþega frá Keflavíkurflugvelli. Með nýju aðferðafræðinni má reikna með að skekkja í hlutfalli hvers þjóðernis sé innan við +/- 0,3% að meðaltali í mánuði.

Talning á ferðamönnum til landsins hefur verið einn af lykilmælikvörðum íslenskrar ferðaþjónustu en um er að ræða ómetanlega heimild sem nær allt til ársins 1949. Út frá niðurstöðum talningar hefur verið hægt að fylgjast náið með þróun á fjölda ferðamanna og samsetningu þeirra. Fjöldatölur byggðar á talningu á Keflavíkurflugvelli hafa verið grundvallarbreyta í hagtölugerð og greiningu á ferðaþjónustu í íslensku og alþjóðlegu samhengi, auk þess sem þær hafa lagt grunn að framtíðarspám.

Framkvæmd talningar hefur verið samvinnuverkefni Ferðamálastofu og Isavia en verður nú alfarið á vegum Ferðamálastofu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Leví: „Við því segi ég: Bull“

Björn Leví: „Við því segi ég: Bull“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Alvotech fær níu milljarða í aukið hlutafé

Alvotech fær níu milljarða í aukið hlutafé
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjáðu þegar jarðskjálftinn reið yfir Alþingi

Sjáðu þegar jarðskjálftinn reið yfir Alþingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurjón segir þau vera verstu ráðherrana – „Ömurlegt viðhorf sem sýnir illan hug“

Sigurjón segir þau vera verstu ráðherrana – „Ömurlegt viðhorf sem sýnir illan hug“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flóðbylgja bréfatkvæða og flóknar og mismunandi reglur í bandarísku forsetakosningunum

Flóðbylgja bréfatkvæða og flóknar og mismunandi reglur í bandarísku forsetakosningunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sólveig ræddi launaþjófnað í Silfrinu – Samtök atvinnulífsins á móti sektarákvæðum

Sólveig ræddi launaþjófnað í Silfrinu – Samtök atvinnulífsins á móti sektarákvæðum