fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Hagnaður hjá Viðreisn – Um 85% tekna úr opinberum sjóðum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 12:39

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisendurskoðun hefur birt útdrátt af ársreikningi Viðreisnar fyrir árið 2018. Er það fyrsti ársreikningur flokks sem á sæti á Alþingi sem birtur er, en búið er að birta ársreikning Sósíalistaflokks Íslands.

Sjá einnig: Hagnaður hjá Sósíalistum – Fengu styrki frá þekktum mönnum úr viðskiptalífinu

Mest frá hinu opinbera

Tekjur Viðreisnar voru 61.1 milljón, en rekstrarkostnaður var  58,7 milljónir og hagnaður því um 2.3 milljónir.

Um 85% framlaga til Viðreisnar voru úr opinberum sjóðum. Stærsti hlutinn kom frá ríkinu, eða tæpar 44 milljónir og þá fékk flokkurinn tæpar sex milljónir frá Alþingi.

Reykjavíkurborg veitti Viðreisn 1.2 milljónir og Mosfellsbær 160 þúsund krónur.

Alls styrktu lögaðilar flokkinn um rúma fjórar milljónir í heild, en hámarkið er 400 þúsund krónur per lögaðila. Það hámark nýttu þrjú fyrirtæki sér, Varðberg, Brim og Síminn, en Varðberg er í eigu Helga Magnússonar, eins stofnenda Viðreisnar.

Framlög einstaklinga námu alls um 5.6 milljónum og var hæsta framlagið frá Páli Árna Jónssyni, sem var á lista Viðreisnar á Seltjarnarnesi í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra. Þar næst koma aðrir þingmenn og borgarfulltrúar Viðreisnar, þau Jón Steindór Valdimarsson með 223.900 krónur, Hanna Katrín Friðriksson með 203,900 krónur og Pawel Bartoszek með 202,400 krónur.

Hér að neðan má sjá framlög frá lögaðilum:

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun