fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Aðdáunarverðar Rauðsokkur – og vinkonur mömmu

Egill Helgason
Laugardaginn 2. nóvember 2019 23:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér til mikillar ánægju rakst ég á þessa ljósmynd. Þetta er frá athöfn þar sem Jafnréttisráð heiðraði Rauðsokkur. Yst til hægri á myndinni er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Rauðsokkurnar voru að koma fram þegar ég var svona tíu ára. Þær vöktu óhemju athygli þegar þær gengu niður Laugaveg 1. maí 1970 með stórt líkneski af konu þar sem var letrað á borða „Manneskja, ekki markaðsvara“.

Á árunum þar á eftir höfðu Rauðsokkurnar gríðarleg áhrif á samfélagið. Það var gert grín að þeim, þær hæddar og spottaðar, margir hneyksluðust, en málstaðurinn var góður og þær biluðu ekki. Þær voru auðvitað hluti af hreyfingu sem náði út um víða veröld – frumherjar og frumkvöðlar. Þær ruddu braut.

Sjálfur fylgdist ég vel með þessu vegna móður minnar, Guðrúnar Ólafsdóttur, hún var virk í kvenfrelsisbaráttunni og margar konurnar á myndinni hér að ofan eru góðar vinkonur hennar. Mamma þjáist af heilabilun og dvelur á hjúkrunarheimili. En það er ekki síst vegna hennar að mér þykir vænt um að sjá þessa mynd.

Á myndinni eru í efri röð: Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Jafnréttisráðs, Þuríður Pétursdóttir, Hildur Hákonardóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Edda Óskarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Neðri röð: Lilja Ólafsdóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Helga Ólafsdóttir, Björg Einarsdóttir og Gerður Óskarsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun