fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Gullfólk í Regnbogastræti

Egill Helgason
Föstudaginn 1. nóvember 2019 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alveg rétt sem sagt er að fréttir af dauða Miðbæjarins séu stórlega ýktar. Hann er býsna fjörlegur á morgnana, um daginn og á kvöldin.

Skólavörðustígurinn er að mínu mati fallegasta og besta gatan í Miðbænum. Hún liggur svo fallega, mátulega breið, upp að Hallgrímskirkju. Það er varla nema tímaspursmál hvenær Skólavörðustígurinn endilangur verður að göngugötu – mannfjöldinn í götunni er oft svo mikill að varla er pláss fyrir bílana.

Skólavörðustígurinn hefur orðið ennþá líflegri eftir að regnbogalitirnir voru málaðir neðst á götuna. Regnboginn er orðinn einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í bænum – þar er fjöldi manns sem tekur myndir eða lætur mynda sig. Maður heyrir að túristarnir eru farnir að tala um götuna sem Regnbogastræti, Rainbow Street.

Það er gaman að fylgjast með mannlífinu þarna. Núna áðan kom þetta fólk, gullhúðað. Mér skilst það sé frá Japan en í fylgd með þeim var hópur af upptökufólki. Íslendingur sem var í hópnum sagði mér að þau væru fræg í japönsku sjónvarpi.

Og jú, þeim var mjög kalt. Karlinn skalf svo átakanlegt var á að horfa en konan tiplaði á eftir á háum hælum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli