fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Þorsteinn Már sakar RÚV um að „búa til“ glæp –„ Ein ruddalegasta húsleit sem hefur verið framkvæmd á Íslandi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. október 2019 10:34

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ein ruddalegasta húsleit sem hefur verið framkvæmd á Íslandi og hún var gerð í samstarfi við RÚV, þeir voru mættir á undan og greinilega allt þaulskipulagt, það hefur aldrei farið á milli mála, og sendar fréttatilkynningar um allan heim,“

sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Hann sagði það alveg ljóst að RÚV væri gerandi í málinu, þegar Seðlabanki Íslands gerði húsleit hjá fyrirtækinu árið 2012 og að stjórnendur Seðlabankans hefðu farið fram með „offorsi“ gegn fyrirtæki sínu.

Verið að búa til glæp

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt lögreglu um meintan upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV. Í bréfi hennar kemur fram að meintur leki kunni að fela í sér refsivert brot.

Þorsteinn sagði í morgun að ákveðinn hópur hafi farið fram með offorsi gegn Samherja, sem hafi hlotið mikinn skaða af vegna þess:

„Er eðlilegt að ríkisfjölmiðill sé að reyna að búa til glæp með með stofnun sem á að vera mesta virðingarstofnun landsins?“

Sagðist Þorsteinn þó ekki ætla að aðhafast neitt frekar gegn RÚV vegna málsins.

Helgi Seljan á þorrablóti

Í bókinni Gjaldeyriseftirlitið eftir Björn Jón Bragason, er greint frá því að Helgi Seljan, fréttamaður Kastljóssins, hafi verið staddur í þorrablóti á Austfjörðum árið 2012, þegar hann hafi fengið upplýsingar um meint brot Samherja. Ku fyrrum sjómaður Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað hafa sagt Helga frá vangaveltum sínum um að Samherji væri að selja karfa til dótturfélaga sinna erlendis, á undirverði. Hafi Helgi haldið á fund starfsmanna Gjaldeyriseftirlitsins í kjölfarið og hafi Samherji verið á allra vörum upp frá því.

Andrés Magnússon, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, hefur kallað eftir skýringum frá Kastljósinu á sínum þætti í Samherjamálinu svokallaða og krafist afsökunarbeiðni frá þeim:

„Þessar lyktir málsins, ríflega sex árum síðar, hljóta að kalla á frekari skýringar Kastljóss, viðurkenningu á að fréttin hafi reynst röng og afsökunarbeiðni. Eitthvað hefur greinilega verið bogið við gögnin, vinnslu þeirra eða heimildamennina (sem hljóta að hafa verið fleiri en einn). Nema auðvitað að RÚV sé búið að semja um himinháa greiðslu til Samherja án þess að segja neinum.“

Sjá einnig: Krefur Kastljósið um afsökunarbeiðni:„Nema auðvitað að RÚV sé búið að semja um himinháa greiðslu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“