fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Selja 300 tonn af smjöri úr landi – Helmingi lægra verð en innanlands

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. október 2019 07:56

Smjörstykki. Mynd:MS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjólkursamsalan á nú um 650 tonn af smjöri á lager og hafa birgðirnar ekki verið meiri síðan 2016. Búið er að flytja 100 tonn úr landi á árinu og verið er að undirbúa útflutning á um 200 tonnum til viðbótar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að birgðirnar séu um 150 tonnum meiri núna en í lok ágúst á síðasta ári og hafi ekki verið svona miklar síðan 2016. 490 krónur fengust fyrir hvert kíló sem hefur verið selt úr landi það sem af er ári.

„Útflutningur á mjólkurvörum frá Íslandi verður seint til þess að borga sig. Markaðir í Evrópu eru fullir og verðlag á Íslandi með þeim hætti að það er tiltölulega dýrt að stunda framleiðslu hér, hvaða nafni sem hún nefnist.“

Er haft eftir Arnari Árnasyni, formanni Landssambands kúabænda sem sagði að framleiðslan innanlands sé heldur meiri en þörf er á hverju sinni til að hægt sé að sinna innanlandsmarkaðinum. Smjör sé flutt út til að viðhalda jafnvægi.

Eitt kíló af smjöri kostar um þúsund krónur úti í búð og því fæst um helmingi lægra verð fyrir kílóið þegar smjör er selt til útlanda.

„Það er ákveðin útf lutningsskylda og við erum að takast á við þá skyldu. Við sjáum á þessari stöðu að það var heillavænlegt af bændum að halda í kvótafyrirkomulagið til þess að missa ekki framleiðsluna út í vitleysu. Það hefði ekki verið til hagsbóta fyrir íslenska bændur að missa framleiðslustýringuna.“

Er haft eftir Arnari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“