Mánudagur 11.nóvember 2019
Eyjan

Gylfi svarar Halldóri Benjamín: „Þægilegra fyrir fákeppnismógúla landsins að þessi bankaráðsformaður segði sem minnst“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. október 2019 20:01

Gylfi Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Magnússon, hagfræðingur og formaður bankaráðs Seðlabankans, svaraði gagnrýni Halldórs Benjamíns Þorbergs Benjamínssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í dag. Forsagan er sú að Gylfi hefur brugðist hart við lagafrumvarpi um einföldun á samkeppnislöggjöf landsins. Gylfi hefur sagt að með frumvarpinu séu „blautir draumar fákeppnismógúla væru að rætast.“

Halldór Benjamín sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að þessi ummæli sæmdu ekki formanni bankaráðs Seðlabankans og lét að því liggja að vænta mætti aðgerða vegna ummælanna:

„Formaður bankaráðs verður að gæta þess að vegna stöðu hans er á hann hlustað, orð hans metin bæði hér á landi og erlendis. Það stendur upp á hann að skýra hvernig þetta samræmist stöðu hans og ég vænti þess að gengið verði eftir þeim skýringum.“

Gylfi svaraði þessu með stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Segi Gylfi að eflaust væri þægilegra fyrir viðskiptamógúla landsins ef hann hefði sig hægan:

„Sjálfsagt væri þægilegra fyrir fákeppnismógúla landsins að þessi bankaráðsformaður segði sem minnst eða talaði kannski bara einu sinni á ári um ársreikning bankans. Enda hætt við að á hann sé hlustað eins og framkvæmdastjórinn bendir á. Framkvæmdastjóranum til hugarhægðar skal þó tekið fram að hér talaði formaðurinn frekar í krafti þess að hafa verið á árum áður formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins og ráðherra samkeppnismála og hafa skrifað um þau mál sem háskólakennari og numið þau fræði sem háskólanemi. Hefur formaðurinn því ágæta þekkingu á samkeppnismálum, m.a. skilning á draumförum mógúla og martröðum neytenda. En formaðurinn bíður jafnspenntur eftir þessum skýringum sem von virðist á og framkvæmdastjórinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiltin í bænum sögð ógna öryggi vegfarenda – „Þetta er hryllingur!“ – Stefnt að fjölgun

Skiltin í bænum sögð ógna öryggi vegfarenda – „Þetta er hryllingur!“ – Stefnt að fjölgun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Seðlabankastjóri virkur í athugasemdum

Seðlabankastjóri virkur í athugasemdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt félag keypti jörð með veiðirétti í Laxá í Aðaldal

Dularfullt félag keypti jörð með veiðirétti í Laxá í Aðaldal
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Leiðaraskrif mín í tvö dáin flokksblöð

Leiðaraskrif mín í tvö dáin flokksblöð