fbpx
Fimmtudagur 22.október 2020
Eyjan

Fjárfestingaleið Seðlabankans var góssentíð fyrir peningaþvætti – „Úti­loka ekki að þetta verði tekið til nán­ari skoðunar“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. október 2019 09:08

Katrín Jakobsdóttir Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og Eyjan hefur fjallað um lenti Ísland á gráum lista FATF þar sem ekki var brugðist nógu hratt við tillögum að úrbótum hins alþjóðlega starfshóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir við Morgunblaðið að stjórnvöld hafi látið málið sitja á hakanum allt frá árinu 2006, en mikil vinna hafi verið sett í málið í fyrra, þegar aðgerðarhópurinn kom með 51 aðfinnslu sem bæta þyrfti úr hér á landi.

Katrín segist ekki muna eftir að málið hafi komið á sitt borð í vinstri stjórninni 2009 -2013, hvar Katrín var menntamálaráðherra:

„En ég dreg þá ályktun þegar skýrslan kemur árið 2018 að þetta hafi setið á hakanum, einmitt vegna þess að við vorum í höftum,“

segir Katrín og vísar til þeirra fjármagnshafta sem sett voru á eftir hrun.

Þá hefur Morgunblaðið eftir Katrínu að kosningarnar 2016 og 2017, ásamt óstöðugleika í stjórnmálum hafi eflaust eitthvað með málið að gera:

„Það hef­ur öt­ul­lega verið unnið að mál­inu síðan það kom fyrst á borð rík­is­stjórn­ar­inn­ar [árið 2018], en það hefði átt að vera betri vökt­un í stjórn­kerf­inu. Það má ljóst vera að bet­ur hefði mátt halda á spil­un­um.“

Fyrst var lýst yfir áhyggjum af stöðunni hér á landi árið 2006 og var brugðist við með því að setja á fót peningaþvættisskrifstofu ríkislögreglustjóra og nokkrum lagafrumvörpum. Eftir hrunið 2008 gerðist lítið og í fyrra kom svört skýrsla FATF því stjórnvöldum í opna skjöldu.

Fjárfestingaleiðin opnaði allt upp á gátt

Á árunum 2011 – 2015 komu inn miklir peningar inn í landið í gegnum fjárfestingarleiðina svokölluðu. Samkvæmt skýrslu Seðlabanka Íslands komu 2.4% af heildarfjárfestingunni frá aflandsfélögum á lágskattasvæðum. Í skýrslunni var þó ekki útilokað að hlutfallið væri mun hærra, þar sem ekki væri höfð nægjanlega yfirsýn yfir uppruna fjármagnsins. Því má segja að Ísland hafi á þeim tíma verið kjörlendi fyrir löglegu peningaþvætti.

Aðspurð um hvort tilefni væri til að skoða fjárfestingaleið Seðlabankans, þar sem ekki hafi verið höfð nægjanleg yfirsýn yfir hvaða peningar voru að koma inn í landið á þeim tíma sagði Katrín:

„Ég úti­loka ekki að þetta verði tekið til nán­ari skoðunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Björn Ingi segir skrifstofufólk hafa leyft opnun líkamsræktarstöðva

Björn Ingi segir skrifstofufólk hafa leyft opnun líkamsræktarstöðva
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Katrín segir almenning hafa verið svikinn – „Hrægammar sem græða svo á neyðinni“

Katrín segir almenning hafa verið svikinn – „Hrægammar sem græða svo á neyðinni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flóðbylgja bréfatkvæða og flóknar og mismunandi reglur í bandarísku forsetakosningunum

Flóðbylgja bréfatkvæða og flóknar og mismunandi reglur í bandarísku forsetakosningunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveig ræddi launaþjófnað í Silfrinu – Samtök atvinnulífsins á móti sektarákvæðum

Sólveig ræddi launaþjófnað í Silfrinu – Samtök atvinnulífsins á móti sektarákvæðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andrés Ingi leggur til lækkun kosningaaldurs í 16 ár í frumvarpi

Andrés Ingi leggur til lækkun kosningaaldurs í 16 ár í frumvarpi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Eflingu um óvandaðan málflutning

Sakar Eflingu um óvandaðan málflutning