fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Eyjan

Sjálfstæðismaður segir veggjöldin koma verst niður á þessum hópi fólks – Tilheyrir þú honum ?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. október 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ritar um samgöngusáttmálann í Morgunblaðið í dag. Þar segir hann að sjálfstæðismönnum þyki verst hversu lítið og illa útfærður sáttmálinn sé og undrast að ekkert arðsemismat hafi farið fram:

„Það er ekki ábyrgt af stjórnmálamönnum að ana af stað í stórframkvæmdir án þess að hnýta alla lausa enda, hvað þá að hnýta fyrir stærsta þátt sáttmálans, fjármögnunina. Ekki liggur fyrir arðsemismat en oddviti okkar sjálfstæðismanna, Eyþór Laxdal Arnalds, hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að gert verði arðsemismódel.“

Fátækir í efri byggðum

Björn nefnir sem er, að helmingur fjármögnunar samgöngusáttmálans, 60 milljarðar, skuli aflað með veggjöldum, sem sé ekkert annað en skattlagning á höfuðborgarbúa:

„Í fyrsta lagi munu þau íþyngja þeim mest sem búa í efri byggðum Reykjavíkur, enda þurfa íbúar þar oftar en ekki að nýta sér stofnvegi til að koma sér í og úr vinnu. Þau munu bitna minna á íbúum sem búa miðsvæðis, enda eru langflest fyrirtæki og stofnanir staðsett þar, sem er auðvitað hluti af vandamálinu hvað varðar umferðaröngþveitið. Það þarf engan sérfræðing til að sjá þennan skipulagshalla en umferðarteppurnar myndast á morgnana þegar fólk ferðast í vestur og í austur síðdegis. Þetta sjá allir með berum augum þegar þeir aka í og úr vinnu. Þá má líka leiða að því líkur að þeir sem hafa minna á milli handanna og búa í efri byggðum Reykjavíkur fari verst út úr því fyrirkomulagi sem félagshyggjumaðurinn Dagur B. Eggertsson áformar.“

Gjaldtakan óháð sáttmálanum – Varist tvísköttun

Björn vekur einnig athygli á orðum borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar í Sprengisandi á Bylgjunni, hvar hann sagði að veggjöld hefðu líklega komið til sögunnar hvort sem er, óháð samgöngusáttmálanum:

„Mér finnst þetta einn af stóru sigrunum í þessu samkomulagi frá sjónarhóli okkar sem stýrum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að óháð þessu samkomulagi þá stefnum við í breytta gjaldtöku á umferð,“

sagði Dagur.

Björn segir að það sé vissulega rétt, í ljósi orkuskipta í samgöngum á næstu árum, að ekki megi slá breytta gjaldtöku út af borðinu:

„En það verður að vera algerlega á hreinu að gjaldtaka sem þessi má ekki íþyngja skattgreiðendum. Þess vegna er nauðsynlegt að útfærslan liggi fyrir áður en haldið er af stað svo skattgreiðendur í Reykjavík lendi ekki í tvísköttun. Hvað orkuskiptin varðar má jafnframt benda á að borgaryfirvöld hafa sofnað á verðinum hvað varðar innviðauppbygginu til að flýta fyrir orkuskiptum. Hér er átt við að Reykjavík, sem á stærstan hlut í Orkuveitu Reykjavíkur, hefur enn ekki farið af stað með tengi í öll fjölbýlishús svo íbúar þar geti hlaðið bifreiðir sínar. Sjálfstæðismenn hafa ítrekað lagt þetta til í borgarstjórn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur segir landlæga þrjósku valda því að Ísland gengur ekki í ESB – „Ís­lenska krónan er fíllinn í stofunni“

Ólafur segir landlæga þrjósku valda því að Ísland gengur ekki í ESB – „Ís­lenska krónan er fíllinn í stofunni“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sniðganga Trump á gamla heimavellinum hans

Sniðganga Trump á gamla heimavellinum hans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Biden um Trump – „Hann hafði ekki kjark“

Biden um Trump – „Hann hafði ekki kjark“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ólafur hjólar í borgina fyrir seinagang og biður Einar um að klára málið

Ólafur hjólar í borgina fyrir seinagang og biður Einar um að klára málið