fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Eyjan

Samfylkingin sækir að Sjálfstæðisflokki – Miðflokkurinn dalar milli kannanna

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. október 2019 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin bætir mest við sig af stjórnmálaflokkum á Alþingi í könnun Zenter fyrir Fréttablaðið sem kom út í dag. Bætir flokkurinn við sig 4.6 prósentustigum frá fyrri könnun í september og mælist með 18.5 prósent. Miðflokkurinn mældist næst stærstur flokka Alþingis í könnun MMR í síðustu viku, en í könnun Zenter mælist hann með 11,6 prósenta fylgi, ef gengið yrði til kosninga nú. Mældist hann með 14.8 prósent í síðustu viku.

Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærstur, en Vinstri græn mælast með 12,7 prósent og Framsóknarflokkurinn hækkar örlítið, fer í 7,3 prósent úr 6,2 prósentum frá í september. Samanlagt mælast stjórnarflokkarnir því með 39,6 prósenta fylgi, en fengu 52,9 prósent í kosningum.

Mæling Zenter:

Sjálfstæðisflokkurinn -19,6

Samfylkingin – 18,5

Vinstri græn – 12,7

Miðflokkurinn – 11,6

Viðreisn – 11,3

Píratar – 10,9

Framsóknarflokkurinn – 7,3

Flokkur fólksins – 4,0

Aðrir – 4,0

 

Könnunin var gerð á tímabilinu 10.-14. október síðastliðinn en hún var send á könnunarhóp Zenter rannsókna. Í úrtaki voru 2.300 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 53 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Mér fannst erfiðast að þurfa að taka upp símann

Björg Magnúsdóttir: Mér fannst erfiðast að þurfa að taka upp símann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna