fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Femínistar fordæma grein Áslaugar um þolendur kynferðisbrota – „Afar sérstakt“ segir dómsmálaráðherra

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. október 2019 18:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði grein í Morgunblaðið í dag líkt og Eyjan greindi frá í morgun. Fjallaði hún um að Áslaug ætlaði sér að innleiða mannlegri umgjörð fyrir þolendur kynferðisbrota:

„Kerfið þarf að vera mannlegt og til þess fallið að veita brotaþolum skjól. Ég mun beita mér fyrir því að svo verði.“

Þeir, þær og þau

Grein Áslaugar hefur þó ekki fallið í kramið hjá femínistunum Hildi Lilliendahl og Sóley Tómasdóttur, sem gagnrýna Áslaugu fyrir karllæga orðanotkun í eftirfarandi málsgrein:

„Þeir sem kæra kynferðisafbrot þurfa að vera þess fullvissir að tekið verði á málum þeirra af fagmennsku.“

Hildur segir um málsgreinina:

„Þeir sem kæra kynferðisbrot.“ Þeir.

Sóley bendir á að í langflestum tilvikum séu það konur sem kæri kynferðisbrot og því væri nærtækara að nota orðið þær, eða þau:

„Fólk er ekki í karlkyni.“

Áslaug Arna svarar um hæl:

„Það hefði mátt nota „þau“ í þessu tilviki. Breytir þó ekki mikilvægi efnis greinarinnar og þó ég nota fornafnið „þeir“ var það að sjálfsögðu ætlunin að vísa í alla þá einstaklinga og aðila sem kæra kynferðisbrot í íslensku kerfi.“

Karllægni tungumálsins

Þessu svarar Sóley:

„Algerlega sammála því að það er gott og mikilvægt að vinna að úrbótum á meðferð kynferðisafbrota. En það er líka mikilvægt – og raunar hluti af því að breyta menningu samfélags þar sem nauðganir þrífast – að draga úr karllægni tungumálsins.“

Þá segir Áslaug:

„Einmitt. En í upphafi þessarar greinar geng ég út frá orðinu brotaþolar og vísa í þá framvegis út greinina. Að hengja sig á það í þessari grein finnst mér afar sérstakt.“

Sóley svarar og segir óþarfi hjá ráðherranum að hrökkva í vörn:

„Ég er ekkert að hengja mig sko. Bara að benda á hlut sem betur mætti fara og hefur ítrekað verið bent á í femínískri umræðu. Það er rosalega auðvelt að hrökkva í vörn og réttlæta karllægnina, en það er líka bara vel hægt að taka athugasemdum og bæta sig næst :)“

Enn sem komið er virðist Sóley hafa haft síðasta orðið í þessum samskiptum og mun dómsmálaráðherra eflaust hugsa sig tvisvar um næst þegar hún skrifar á þessum nótum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum