fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Eyjan

„Uppfæra þarf íslensk lög svo réttindi barna verði tryggð til að þekkja uppruna sinn“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. október 2019 08:50

Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir börn sem fædd eru með aðstoð kynfrumugjafa ekki njóta mannréttinda hér á landi, þar sem kynfrumugjafi geti óskað eftir nafnleynd og þar með gengið á rétt barnsins til að þekkja uppruna sinn:

„Uppfæra þarf íslensk lög svo réttindi barna verði tryggð til að þekkja uppruna sinn, ef þau óska þess,”

segir Silja í Fréttablaðinu sem lagt hefur fram þingsályktunartillögu um málið.

Leitin að upprunanum

„Nú eru til sýninga á Stöð 2 þættir sem heita Leitin að upprunanum. Þar eru sjónvarpsáhorfendur kynntir fyrir fólki sem leitar að líffræðilegum foreldrum sýnum. Í þáttunum fær áhorfandinn innsýn í hversu djúpstæð þráin eftir því að finna líffræðilegan skyldleika getur verið. Þeir sem getnir eru með tæknifrjóvgun með aðstoð kynfrumugjafa, kunna að hafa sömu þrá eftir því að þekkja uppruna sinn og einnig vilja til að fá vitneskju um arfgenga sjúkdóma,”

segir Silja en nefnir að ef nafnleynd yrði aflétt gæti það haft áhrif á framboðið á kynfrumum til tæknifrjóvgunar:

„Rökin sem færð hafa verið fyrir því að leyfa nafnleynd kynfrumugjafa hafa til dæmis verið þau að ef nafnleynd yrði afnumin væri ólíklegra að fólk gæfi kynfrumur til tæknifrjóvgunar og fólk sem þyrfti á þjónustunni að halda hefði því ekki aðgengi að henni vegna ónógs framboðs. Trompar lögmálið um framboð og eftirspurn á kynfrumum réttindi barns til að þekkja uppruna sinn? Ég tel svo ekki vera.”

Silja nefnir einnig að í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna felist viðurkenning á því að börn séu sjálfstæðis einstaklingar með eigin réttindi, óháð réttindum fullorðinna.

„Það er tími til kominn að löggjafinn hér fylgi fordæmi nágrannaríkja okkar og tryggi réttindi allra barna á Íslandi til að þekkja uppruna sinn. Undirrituð hefur lagt fram tillögu ásamt fleiri þingmönnum, um að dómsmálaráðherra setji slíka vinnu af stað og að frumvarp verði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en í janúar 2020.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Pírata og Framsóknarflokks eykst – Píratar næst stærstir

Fylgi Pírata og Framsóknarflokks eykst – Píratar næst stærstir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur segir Ólaf Helga jafn óhæfan í Vestmannaeyjum – „Virkilega neikvæð skilaboð sem væri verið að senda“

Hildur segir Ólaf Helga jafn óhæfan í Vestmannaeyjum – „Virkilega neikvæð skilaboð sem væri verið að senda“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Margrét kemur Ragnari til varnar – „Lærdóm verði að draga af misvitrum fjárfestingum“

Margrét kemur Ragnari til varnar – „Lærdóm verði að draga af misvitrum fjárfestingum“