fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Ólafur Ragnar: Kína ein stærsta ógnin við framtíð Norðurskautsins – Bregðist norðurslóðasamvinnan sé jörðin „töpuð“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 11. október 2019 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, telur að ef samvinnan á Norðurslóðum misheppnist, sé jörðin fyrir bý. Ólafur flutti opnunarræðu sína á ráðstefnu Hringborðs Norðurslóða – Arctic circle, sem hófst í gær í Hörpu. Þar sagði hann að framtíð norðurslóða verði ekki ákveðin án opins og heiðarlegs samtals, þar sem allir geti tekið þátt.

Tilgangur ráðsetfnunnar er að skapa þverfaglegan vettvang til skoðanaskipta um norðurslóðasvæðið og er stefna þess að blanda ekki deilumálum annarra heimshluta í umræðuna. Margir vilja þó meina að með auknum áhuga Kínverja, Rússa og Bandaríkjamanna á svæðinu, stefni í hefðbundna skotgrafapólitík kalda stríðs stjórnmálanna, þar sem stórveldi heimsins ásælist yfirráð á svæðinu.

Örlög jarðar í húfi

Ólafur sagði í viðtali við veftímaritið Devex í apríl, að örlög heimsins réðust af því hvernig til tekst með norðurslóðasamstarfið:

„Ef við missum Norðurheimskautið, verður framtíðin hörmuleg vegna öfga í veðri og hækkun sjávar. Norðurslóðir gætu einnig orðið að átakasvæði í stað grundvallar fyrir samvinnu.“

Þá sagði Ólafur að norðurslóðasvæðið spilaði stóra rullu í framtíð mannkyns:

„Það er auðmýkjandi að hugsa til þess og að einhverju leyti ógnvekjandi, þegar maður áttar sig á því að ef mannkynið bregst í málefnum norðurslóða, að þá munum við tapa jörðinni. Þetta eru jarðeðlisfræðilegar og landfræðilegar afleiðingar þess hversu stórt hlutverk norðurskautið leikur.“

Aðspurður af hverju þjóðir við miðbaug ættu erindi við hringborðið svaraði Ólafur því til að efnahagskerfi heimsins væri ástæðan fyrir loftslagshlýnun og bráðnun jökla:

„Ein ástæða þess að við viljum fá Kína að borðinu er sú að orku-efnahagur Kína byggist á kolabrennslu og er ein helsta ógnin við framtíð norðurskautsins. Framtíð norðurskautsins mun ráðast af mengunarmagni frá borgum í Kína, Indlandi, Indónesíu, Japan og Kóreu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn