Fimmtudagur 12.desember 2019
Eyjan

Ísland fellur niður listann um samkeppnishæfi ríkja

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. október 2019 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland situr nú í 26. Sæti lista yfir samkeppnishæfi ríkja, en alls eru 141 lönd á listanum. Ísland fellur um tvö sæti milli ára. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World economic forum).

Singapore er í efsta sæti listans, og á sætaskipti við Bandaríkin. Í þriðja sæti er Hong Kong, þá Holland, Sviss, Japan, Þýskaland, Svíþjóð, Bretland, og Danmörk er í tíunda sæti.

Ísland er neðst Norðurlandanna, en Finnland er í ellefta sæti og Noregur því 17. Stærsti veikleiki Íslands er talinn, sem fyrr, stærð heimamarkaðar, en þar situr Ísland í 133. sæti.

Í síðasta mánuði var greint frá því að Ísland hefði einnig fallið á lista yfir stafræna samkeppnishæfni, fór úr 21. sæti niður í það 27. af 63 alls, samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir kapítalisma og landbúnað ekki fara saman: „Kapítalísk hugsun sem er rót umhverfisvandans“

Segir kapítalisma og landbúnað ekki fara saman: „Kapítalísk hugsun sem er rót umhverfisvandans“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið: „Mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín“

Morgunblaðið: „Mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kári Stefánsson: „Í guðanna bænum ekki setja orð í minn munn“ – Hart tekist á í Silfrinu milli Kára og Heiðrúnar

Kári Stefánsson: „Í guðanna bænum ekki setja orð í minn munn“ – Hart tekist á í Silfrinu milli Kára og Heiðrúnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Bjarna Ben vera óheiðarlegan siðblindan raðlygara – „Þá er ótalin barnaníðingshátíðin sem flokkurinn hélt“

Segir Bjarna Ben vera óheiðarlegan siðblindan raðlygara – „Þá er ótalin barnaníðingshátíðin sem flokkurinn hélt“