Ísland situr nú í 26. Sæti lista yfir samkeppnishæfi ríkja, en alls eru 141 lönd á listanum. Ísland fellur um tvö sæti milli ára. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World economic forum).
Singapore er í efsta sæti listans, og á sætaskipti við Bandaríkin. Í þriðja sæti er Hong Kong, þá Holland, Sviss, Japan, Þýskaland, Svíþjóð, Bretland, og Danmörk er í tíunda sæti.
Ísland er neðst Norðurlandanna, en Finnland er í ellefta sæti og Noregur því 17. Stærsti veikleiki Íslands er talinn, sem fyrr, stærð heimamarkaðar, en þar situr Ísland í 133. sæti.
Í síðasta mánuði var greint frá því að Ísland hefði einnig fallið á lista yfir stafræna samkeppnishæfni, fór úr 21. sæti niður í það 27. af 63 alls, samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans.