Fimmtudagur 05.desember 2019
Eyjan

Húsnæðisverð stendur í stað samkvæmt spá Íslandsbanka – Seðlabankinn spáir lækkun

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. október 2019 10:49

Mynd af vef Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greining Íslandsbanka hefur gefið út skýrslu um íslenskan íbúðamarkað 2019. Í skýrslunni eru m.a. hagnýt ráð fyrir kaupendur, hvaða þættir hafa áhrif á íbúðaverð, hvernig íbúðaverð hefur verið að þróast og hvernig íbúðamarkaðurinn á Íslandi stendur í alþjóðlegu samhengi.

Í spánni er gert ráð fyrir 3% árlegri hækkun íbúðaverðs til 2021 og að raunverð svo gott sem standi í stað á sama tímabili:

„Hægari kaupmáttaraukning, aukið atvinnuleysi, minni fólksfjölgun og áframhaldandi aukning á framboði nýrra íbúða eru meðal helstu skýringa á hægari hækkun íbúðaverðs. Má segja að þróunin muni endurspegla betra jafnvægi og meiri ró á íbúðamarkaði en hefur verið á síðustu árum,“

segir í skýrslunni.

Spá lækkun

Sérfræðingar Seðlabanka Íslands lesa þó öðruvísi í tölurnar og spá að vegna hægrar sölu og aukins framboðs muni íbúðaverð lækka á næstunni, þó svo raunverð hafi lítið breyst undanfarið, samkvæmt Fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans:

„Um 70-90% af nýjum íbúðum sem komið hafa inn á markaðinn á matsvæðum utan miðbæjarins sl. þrjú ár eru seld en einungis um fjórðungur nýbygginga í miðbæ Reykjavíkur. Dræm sala á nýjum íbúðum í miðbæ Reykjavíkur bendir til þess að verðlækkun gæti verið framundan á því svæði.“

Þá segir einnig:

„Spár benda til þess að ráðstöfunartekjur og einkaneysla muni vaxa hægar á næstunni en undanfarin ár. Ferðamönnum hefur fækkað og dregið hefur úr skammtímaútleigu til þeirra ásamt því að gert er ráð fyrir hægari fólksfjölgun á næstu árum. Þessar aðstæður ásamt miklu framboði á nýbyggingum gætu leitt til offramboðs og lækkunar verðlags. Veðsetningarhlutföll fasteignaveðlána gætu þá hækkað og líkur á útlánatöpum aukist. Hægari vöxtur eftirspurnar kann einnig að koma illa við aðila í byggingariðnaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“
Eyjan
Í gær

Ný skýrsla spark í rassinn á ráðamönnum – „Engan tíma má missa“

Ný skýrsla spark í rassinn á ráðamönnum – „Engan tíma má missa“