fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Eyjan

Hægagangur í byggingarferli íbúða mestur í Reykjavík

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. október 2019 22:00

Menn í vinnu. Myndin tengist fréttinni ekki beint, hér er enginn hægagangur á ferð. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrsla Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn hér á landi kom út í dag. Þar kennir ýmissa grasa.

Að meðaltali hafa einungis um 300 íbúðir komið inn á markaðinn í Reykjavík á ári, frá og með árinu 2008. Meðalfjölgun íbúða fyrir þann tíma og aftur til 1972 eru um 660 íbúðir árlega, eða rúmlega tvöfalt fleiri íbúðir.

Hinsvegar eru fullbyggðar íbúðir sem hafa komið inn á markaðinn að meðaltali á ári hverju í núverandi uppsveiflu einungis um 950, eða um 21% undir langtímameðaltali og 38% undir meðaltali í síðustu uppsveiflu.

Byggingartími alrei lengri -Mest í Reykjavík

Þá er hlutfall fullgerðra íbúða (af íbúðum í byggingu) aðeins 38% í núverandi uppsveiflu samanborið við 58% í síðustu uppsveiflu og hefur byggingartími aldrei verið lengri en nú.

Hlutfall fullgerðra íbúða (af íbúðum í byggingu) var lægra í Reykjavík (32%) en almennt á höfuðborgarsvæðinu í núverandi uppsveiflu (38%) og hægagangur í byggingaferlinu því meiri í Reykjavík en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu

Langtímameðaltal fjölda íbúða í byggingu er 2.300 íbúðir. Talning Samtaka iðnaðarins (SI) gerir ráð fyrir um 5.000 íbúðum í byggingu. SI gerir ráð fyrir því að 2.265 íbúðir verði fullkláraðar á hverju ári á tímabilinu frá 2019-2022. Nemur það næstum tvöföldun (90% fjölgun) miðað við langtímameðaltal.

Þá spáir Íslandsbanki að raunverð íbúða standi í stað til ársins 2021.

Sjá einnig: Húsnæðisverð stendur í stað samkvæmt spá Íslandsbanka – Seðlabankinn spáir lækkun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja