fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Eyjan

Segir viðbúið að verkefnið fari fram úr áætlun – „Ekki nema von að menn spyrji sig spurninga“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 8. október 2019 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gagnrýnir óvissuna varðandi fjármögnun samgöngusáttmálans sem borgarstjóri ræddi í Kastljósinu í gær:

„Dagur B Eggertsson staðfesti í Kastljósi kvöldsins að fjárhagsáætlanir „samgöngupakkans“ væru á frumstigi. Hann staðfesti ennfremur að ekki liggur fyrir hver eigi að borga þegar verkefnið fer fram úr áætlun.Sem er viðbúið. Stærsti hluti fjármögnunarinnar upp á heila 60 milljarða króna á að koma af veggjöldum. Innheimta þeirra er óútfærð. Oft hefur verið tilefni til að spyrja spurninga þegar opinberir aðilar ráðast í fjárfestingar,“

segir Eyþór og nefnir að ýmis mál komi upp í hugann, líkt og Sorpa, Vaðlaheiðagöng, Landeyjarhöfn og Bragginn:

„Þegar við bætist svo að síðasti samningur í samgöngumálum milli ríkis og höfuðborgarsvæðisins frá 2012 hefur ekki náð samningsmarkmiðum sínum í eitt einasta ár er ekki nema von að menn spyrji sig spurninga. Er það ekki hið eina rétta – áður en lengra er haldið?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Ísland mjög vel sett miðað við önnur lönd

Jón Guðni Ómarsson: Ísland mjög vel sett miðað við önnur lönd
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann