fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Logi krefst svara frá Guðlaugi Þór vegna hótunar Trump – „Veldur mér miklum áhyggjum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 8. október 2019 08:47

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, geri grein fyrir stefnu Íslands gagnvart utanríkisstefnu Bandaríkjanna og ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, um að draga herlið sitt til baka frá Sýrlandi. Í kjölfarið hótaði hann því að rústa efnahag Tyrklands ef Tyrkland ákveður að nýta sér fjarveru herliðs Bandaríkjanna gegn Kúrdum.

Hefur ákvörðun Trump verið harðlega gagnrýnd, af yfirmönnum varnar- og utanríkismálaráðuneytisins, hersins, sem og hátt settum repúblikönum.

Logi segir ákvörðun Trump setja Kúrda í hættu:

„Leikur að eldi

Utanríkisstefna Bandaríkjanna veldur mér miklum áhyggjum. Það voru sár vonbrigði að þau segðu sig frá Parísarsáttmálanum, óráð að þau drægju sig út úr samkomulagi við Írani um kjarnorkuvopn og hryllilegt ef Trump stefnir nú Kúrdum í voða með því að draga bandaríska hermenn frá Sýrlandi. Sumir segja að þetta gefi tyrkneska hernum grænt ljós á sókn gegn Kúr­dum, með tilheyrandi hörmungum.

Ég hef því óskað eftir því að utanríkisráðherra komi á fund utanríkismálanefndar sem fyrst og geri grein fyrir afstöðu sinni varðandi þá grafalvarlegu stöðu sem komin er upp á alþjóðavettvangi eftir nýjustu ákvörðun Bandaríkjaforseta.

Í beiðninni lagði ég áherslu á að rætt verði hvort tilefni sé til viðbragða eða yfirlýsinga af hálfu Íslands“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum