fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Björn úr Abba: Feðraveldið pissar í sig af ótta við sextán ára stelpu

Egill Helgason
Laugardaginn 5. október 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ulvaeus úr hjómsveitinni ABBA lætur gagnrýnendur Gretu Thunberg aldeilis heyra það í stuttri vídeófærslu sem má meðal annars sjá hér á vef Irish Times.

Hann segir að staðreyndin sé sú að feðraveldið sé að pissa í buxurnar af ótta við sextán ára stelpu með ofurkrafta. Hún sé orðin að martröð popúlista.

„Hún segir að vísindi og upplýsing sé það sem við þurfum nú, ekki staðnaða þjóðrembu og samsæriskenningar. Ég held að sænski höfundurinn Astrid Lindgren hefði kunnað vel við Gretu. Hún er eins og blátt áfram, þrjósk og djúphugsandi Lína Langsokkur. Ef mér skjátlast ekki er birtist stillt kímnigáfa í því hvernig hún talar um gagnrýnendur sína – sem því miður eru mestanpart eldri menn eins og ég.“

Björn Ulvaeus segir að Greta geri sumt fólk alveg brjálað – aðallega karlmenn – hann segist eiga erfitt með að skilja hvaðan hún komi öll þessi reiði.

„Hvernig er hægt að leggjast svo lágt að gagnrýna útlit barns? Ungt fólk þarf fyrirmyndir og sem slík er Greta blessun í heimi þar sem vaða uppi áhrifavaldar og stjörnur í raunveruleikaþáttum. Henn er mikið niðri fyrir þegar hún segir að við þurfum vísindi til að milda afleiðingar loftslagsbreytinga. Svörin er ekki hægt að finna annars staðar. Jafnvel þótt maður telji ekki að allt sem Greta segir eða gerir sé rétt, hlýtur maður að dást að hugrekki hennar og einbeitingu.“

Í lokin segir hann að það sé ótrúlegt afrek að skapa alheimshreyfingu úr engu á svo stuttum tíma. Nú sé hægt að finna þrýsting frá milljónum ungs fóks sem ekki var þar áður. Þetta muni leiða til einhvers sem hefði ekki gerst ef hún hefði ekki byrjað skólaverkfall sitt fyrir utan sænska þingið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“