fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Ragnar segir lúpínuna geta bjargað matvælaframleiðslu heimsins frá yfirborðshækkun sjávar – „Eina raunhæfa leiðin“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 2. október 2019 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri sem vakið hefur athygli fyrir ummæli sín um Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, tjáir sig reglulega um aðsteðjandi vandamál sem blasa við heiminum og boðar lausnir sem óhætt er að segja að þær beri þess merki að hugsað sé út fyrir kassann.

Eitt slíkra vandamála er loftslagshlýnun, sem leiðir til bráðnunar jökla, sem leiðir til þess að yfirborð sjávar hækkar með tímanum:

„Hlýnunin verður auðvitað fyrst og mest við sjávarmál. Einmitt þar er ísinn sem flýtur og veldur ekki hækkun sjávarborðs. Þegar sú bráðnun er vel á veg komin er bráðnunin inn til landsins líka orðin mikil. Þetta þýðir að haldi hlýnunin áfram mun hraði hækkunar sjávarborðs óvænt vaxa mikið. Séum við ekki meðvituð, sofum á verðinum eins og svo oft áður, munu mannvirki og ræktarlönd tapast. Við þurfum að verja byggðir fyrir ágangi sjávar og við þurfum að bjarga dýrmætum jarðvegi, ræktunarmold, frá því að tapast í hafið. Matvælaframleiðsla er háð jarðvegi. Hlýnunin veldur því að hún flyst ofar í landið, sem nú er víða örfoka ! Þessir jarðvegsflutningar verða óhjákvæmilegir,“

segir Ragnar á Facebook.

Óvenjuleg lausn

Fljótt á litið virðist fátt geta komið í veg fyrir að jöklar bráðni með áðurnefndum afleiðingum, ekki síst þegar ríkisstjórnir heimsins virðast margar seinar til að bregðast við, meðan sumar afneita vandamálinu og gagnrýna vísindin.

Ragnar telur þó að stuðla megi að lausn vandamálsins með óvenjulegum hætti, nefnilega sjálfri lúpínunni, sem landsmenn virðast ýmist elska eða hata:

„Eina raunhæfa leiðin sem ég sé til að draga úr þessari þörf er að breiða lúpínuna markvisst út á þessum svæðum. Hennar hlutverki er hvergi nærri lokið. Mér finnst tímabært að stjórnvöld setji af stað vinnu við að greina þessi framtíðarviðfangsefni. Það er ekkert náttúrulögmál að sofa alltaf á verðinum.“

Lúpínan, sem er flokkuð sem ágeng planta vegna harðgerðra eiginleika sinna, hefur verið notuð hér á landi við landgræðslu og ræktun. Hinsvegar eru hinir sömu eiginleikar einnig til þess fallnir að plantan yfirtekur annan gróður.

Til dæmis hefur Náttúrufræðistofnun Íslands og Landgræðsla ríkisins, að undirlagi umhverfisráðherra, unnið að því að finna leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum alaskalúpínu og skógarkerfils á náttúru miðhálendisins og friðlýstra svæða.

Falleg planta, skaðvaldur eða bjargvættur ? Sitt sýnist hverjum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“