fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Munurinn á vegtollum og bensíngjaldinu yfir 812 prósent  – „Veggjöld eru klikk“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. september 2019 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið er rætt um fyrirhuguð veggjöld þessi dægrin og hversu sanngjörn, eða ósanngjörn þau eru á almenning. Eiga veggjöldin að koma í stað fyrir bensíngjaldið með tíð og tíma til að fjármagna samgönguframkvæmdir og munu þau einnig ná yfir rafmagnsbíla og bíla knúna annarskonar orkugjöfum, sem hingað til hafa fengið ýmsar undanþágur frá opinberum gjöldum eins og bensíngjaldi. En þar sem þeir slíti götunum alveg jafn mikið er viðkvæðið að þeir eigi að borga jafn mikið og og aðrir.

Margir hafa sagt að skynsamlegri og sanngjarnari skattheimta sé með kílómetragjaldi heldur en veggjöldum. Einn þeirra er Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Honum hugnast veggjöld illa og nefnir að samanburðurinn á veggjöldum annarsvegar og núverandi bensín – og olíugjaldi hinsvegar, sé gríðarlega mikill:

„Segjum sem svo að þú farir bara ~10 – 15 km á dag, fram og til baka í vinnuna. Það er reiknað með um 200 kr. í þetta gjald á háannatíma. 400 kr. báðar leiðir semsagt. Núverandi bensíngjald er um 1,6 kr. á km. miðað við bíl sem eyðir um 6 á hundraðið. Það væru semsagt 16 – 24 kr. í núverandi kerfi og er að hækka upp í 400 kr.

Augljóslega rukkar þetta suma en ekki aðra, af því að tollahliðin eru bara á takmörkuðu svæði. Þess vegna verður kílómetragjald vegtolla að vera svona miklu hærra, af því að það borga það ekki allir. Bara þeir sem fara oftast um þá leið. Misskiptingin er þannig augljós.“

Mikill munur

Engin staðfest tala hefur verið nefnd varðandi veggjöldin. Hafa dæmi verið nefnd frá 60 krónum per ferð upp í 200 krónur per ferð.

Ef tekið er mið af bíl sem keyrir 10 þúsund kílómetra á ári samkvæmt jöfnunni hjá Birni Leví, borgar eigandi ökutækisins 16 þúsund krónur á ári í bensíngjald.

Ef sami bíll keyrir aðeins tvær ferðir á dag, alla daga ársins og hver ferð kostar 200 krónur, greiðir sá hinn sami 146 þúsund krónur í veggjöld á ári.

Það er 160% munur miðað við bensín – og olíugjaldið og nemur hækkunin 812.5 prósentum.

Segjum að veggjöldin verði 60 krónur per ferð fyrir hefðbundinn fólksbíl. Keyri sá bíll tvær ferðir á dag, alla daga ársins, kostar það hann 43.800 krónur á ári.

Það er tæplega 93 prósenta munur miðað við bensín – og olíugjaldið og hækkun upp á tæplega 174 prósent.

Þessar tölur má síðan tvöfalda ef reknir eru tveir bílar á heimilinu og hækka má tölurnar síðan í samræmi við fjölda vega og tollahliða sem hver bíll þarf að nota umfram það sem nefnt er í dæminu, en ekki er óvarlegt að áætla að hver bíll þurfi að fara í gegnum fleiri en eitt gjaldsvæði á leið í vinnu, ræktina eða til að keyra börn í skóla og sækja.

Sjá einnig: Björn Leví fann glufu varðandi veggjöldin –„ Hægt að skilja samkomulagið á allt öðruvísi hátt“

Sjá einnig: Eru veggjöld í hrópandi mótsögn við Borgarlínu ? – Sjáðu hvað veggjöldin gætu kostað þig á ári

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn