fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Vilhjálmur um álframleiðslu á Íslandi: „Okkar stærsta framlag til umhverfismála“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. september 2019 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ, segir betur komið fyrir jörðinni að ál sé framleitt á Íslandi heldur en annarsstaðar, þar sem notast sé við endurnýjanlega orkugjafa hér á landi, meðan mengandi orkugjafar yrðu notaðir annarsstaðar við framleiðsluna:

„Værum við að leggja loftlagsvanda heimsins lið með því að nýta ekki okkar vistvænu grænu endurnýjanlegu orku með því að loka þessum iðnaði hér á landi og færa þennan iðnað til Mið-Austurlanda eða Kína þar sem þessi iðnaður er knúin áfram með jarðgasi eða kolum og auka kolefnislosun á heimsvísu frá 9,2 milljónum tonna í allt að 16 milljónir tonna af CO2? Nei að sjálfsögðu ekki, og því segi ég það að eitt af okkar stærstu framlögum til umhverfismála er að hér erum við að knýja okkar orkufreka iðnað áfram með endurnýjanlegri orku okkur öllum til hagsbóta, ekki bara út frá hagfræðilegum ávinningi heldur einnig út frá kolefnislosun á heimsvísu.“

Vilhjálmur gagnrýndi umhverfissinna í gær fyrir skort á gagnrýni gegn flugfélögum og sakaði þá um hræsni, þar sem gagnrýni þeirra beindist helst gegn álverum, bílum og fiskiskipum, sem samanlagt menga mun minna en millilandaflug til Íslands.

Sjá nánar: Vilhjálmur Birgis:„Mikilvægt að allir umhverfissinnar átti sig á þessari mynd – Ég er bara að benda á hræsnina“

Vilhjálmur situr enn við sama keip:

„…okkar stærsta framlag til umhverfismála er að við erum hér á landi að nota endurnýjanlega orkugjafa í orkufrekum iðnaði. En það hefur verið í tísku og þótt flott hjá alltof mörgum að vera á móti orkufrekum iðnaði. Maður hefur heyrt í mörgum umhverfissinnum öskra hátt og skýrt lokum þessum „skítugu“ stóriðjum, en reyndar heyrist minna frá þeim varðandi að flugið sem mengar miklu meira en orkufrekur iðnaður eins og áður hefur komið fram, en það er algjör hræsni að mínu áliti!“

Álverin best geymd á Íslandi

„Álframleiðsla eykst á ári um 5%, enda mjög mikilvæg afurð sem notuð er í margvíslegum tilgangi meðal annars til að létta samgöngutæki til að draga úr mengun. Orkufrekur iðnaður á Íslandi losar um 1,8 milljón tonna af CO2 á ári sem er um 5,2 milljónum tonna minna en allt millilandaflug til og frá Íslandi mengar!“

segir Vilhjálmur og nefnir að þróunin sé sú að verið sé að loka álverum í Evrópu vegna hækkunar raforkukostnaðar, en Vilhjálmur hefur lengi bölsótast út í Landsvirkjun fyrir hátt raforkuverð til álvera hér á landi, sem hann segir vera græðgisvæðingu. Hann segir álverum best komið fyrir á Íslandi, sé litið á heildarmyndina hvað mengun varðar:

„Þessar framleiðslulokanir í Evrópu hafa gert það að verkum að þessi framleiðsla hefur flust að stórum hluta til Mið-Austurlanda og til Kína, en takið eftir að í Mið-Austurlöndum eru álverin knúin áfram með jarðgasi sem menga sexfalt meira en endurnýjanleg orka sem við nýtum. Í Kína eru álverin knúin áfram með kolum sem mengar tífalt meira, en okkar græna endurnýjanlega orka.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG