fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Eyjan

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. september 2019 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spilakassar voru leyfðir með sérstökum lögum hér á landi árið 1993, en þá voru þeir kallaðir happdrættisvélar í stað fjárhættuspils, þar sem fjárhættuspil er bannað á Íslandi. Spilakassar á Íslandi eru að stórum hluta reknir af íslenska ríkinu í gegnum Háskóla Íslands  en tveir aðilar reka spilakassa hér á landi. Fyrst skal nefna Íslandsspil, en að því félagi standa Rauði kross Íslands (64%), Slysavarnarfélagið Landsbjörg (26.5%) og SÁÁ (9.5%).

Þá rekur Happdrætti Háskóla Íslands líka Gullnámuna, sem eru um 500 spilakassar, er skila háskólanum um 700 milljónum á ári. Árið 2017 var heildarvelta spilakassa á Íslandi hátt í 12 milljarðar króna. Útgreiddir vinningar námu 8.1 milljarði.

Peningaþvætti stundað í spilakössum

Samkvæmt áhættumati embættis ríkislögreglustjóra, stendur Íslandi mikil ógn af margvíslegum leiðum til að þvætta peninga hér á landi. Hefur sérstök aðgerðaráætlun því verið sett í gang til höfuðs vandamálinu. Þá hefur Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) einnig gert fjölmargar aðfinnslur um peningaþvættisvarnir hér á landi, sem taldar eru óviðunandi og eru spilakassar nefndir sérstaklega.

Hægt er að „þvo“ peninga hér á landi með því að setja allt að 100 þúsund krónur í einu í spilakassa. Í stað þess að freista gæfunnar og spila fyrir fjárhæðina er hægt að leysa út féð samstundis, í formi útprentaðs vinningsmiða, sem síðan er hægt að leysa út með því að fá upphæðina millifærða beint á bankareikning. Þannig má breyta ólöglega fengnu fé, til dæmis vegna fíkniefnaviðskipta, vændis, eða skattsvika, í lögmæta slóð fjármuna, utan svarta hagkerfisins.

Lögum breytt

Til að sporna við þessu er lagt til að lögum verði breytt strax á næsta ári og rekstraraðilar spilakassa verði að innleiða áfyllanleg spilakort, sem tengd verða kennitölu og bankareikningi, eða greiðslukorti spilara. Þá þurfi að takmarka reiðufé við lága upphæð, til dæmis 1500 krónur.

Íslenska ríkið fékk falleinkunn frá FATF  í úttekt í fyrra sem hótuðu að setja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki í kjölfarið ef ekkert yrði að gert. Nefnt var að eftirlit með spilakössum hafi verið lítið sem ekkert og rekstraraðilar blindir á hvernig hægt var að misnota spilakassana, þangað til í janúar á þessu ári, þegar peningaþvættiseftirlit ríkislögreglustjóra tók við því í kjölfar lagasetningar.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir flugfreyjur hjá Icelandair vel geta unnið meira – „Er engin vorkunn“

Segir flugfreyjur hjá Icelandair vel geta unnið meira – „Er engin vorkunn“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bogi Nils sakaður um lögbrot – Nýtt flugfreyjufélag segist „tilbúið til umræðu“

Bogi Nils sakaður um lögbrot – Nýtt flugfreyjufélag segist „tilbúið til umræðu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum