fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Sjáðu sætaskipan Alþingis – „Auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. „

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. september 2019 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jafnan er dregið um sætaskipan Alþingis þegar það kemur saman, líkt og í mörgum leik- og  grunnskólum, enda störfum á Alþingi gjarnan líkt við sandkassaleik. Dregið var í sæti á þriðjudag og er athyglisvert að sjá hverjir lenda saman sem sessunautar og jafnvel enn áhugaverðara að sjá hverjir lentu ekki saman.

Þegar hefur verið greint frá mismikilli ánægju þingmanna með sessunauta og hefur Rósa Björk Brynjólfsdóttir, VG, þegar sakað Brynjar Níelsson um karlrembu fyrir að segjast aðeins getað talað um fótbolta við Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, en Rósa lék um árabil í efstu deild í knattspyrnu:

„BN ætlar bara að tala um fótbolta v Willum Þór. Veit greinilega ekki að ég æfði fótbolta í mörg ár m Breiðablik, margfaldur Íslandsmeistari og var í U17 landsliðinu. En auðvitað er ekki hægt að tala um fótbolta v kjellingar.. Nenni ekki að tala v rembur..“

Fá engu ráðið um dráttinn

Þingmenn fá litlu um það ráðið hvar þeir sitja. Samkvæmt vef Alþingis fer drátturinn fram með eftirfarandi hætti:

„Hlutað er um sæti þingmanna, annarra en ráðherra, í upphafi hvers þings. Hver þingmaður fær sæti í þing­salnum í samræmi við þá tölu sem er á kúlu sem hann dregur.“

Elska skaltu náungann

Fólk á Alþingi er ekki alltaf vinir. Um það þarf ekki að hafa mörg orð en skemmst er að minnast Klausturmálsins sem setti allt í háaloft á Alþingi. Ekki skal fullyrt hvort um heppni eða örlög sé að ræða í tilfelli Miðflokksmannanna Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar, en þeir eru sessunautar. Gunnar Bragi fær aftur svokallað endasæti, er aðeins með sessunaut á vinstri hönd.

Helstu þolendur Klausturmálsins virðast sleppa við að sitja við hlið gerenda og þá er nokkuð langur vegur á milli þeirra Björns Leví Gunnarssonar, Pírata og Ásmundar Friðrikssonar, Sjálfstæðismanns, ekki ósvipað og í akstursgreiðslumálinu, en aðeins tvö sæti voru á milli þeirra á síðasta þingi.

Þá er fyrrverandi dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen komin út í sal og skiptir við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, en Sigríður fær samherjann Harald Benediktsson sér á hægri hönd.

Þá er Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, við hlið Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns VG, en hvorugur þeirra styður stjórnarsamstarfið af heilum hug og ættu því að hafa margt til að ræða um. Hver veit nema sú sætaskipan hafi sögulegar afleiðingar.

Hér að neðan má sjá sætaskipan Alþingis og fyrir neðan er sætaskipanin frá yfirstöðnu 149. þingi, til samanburðar.

Hér fyrir neðan er sætaskipanin frá 149. þingi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist