Sunnudagur 26.janúar 2020
Eyjan

Davíð tjáir sig um Norðurvígi: „Það er auðvitað alltaf freistandi að koma því á framfæri að maður sé betri“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 15:45

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þorláksson, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, birti í dag pistil á Vísi.is. Í pistlinum talar Davíð um nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hafa vakið athygli undanfarnar vikur, en DV hefur fjallað um þau.

„Þeir hafa opnað vef, mætt á fjölfarna staði og gengið í hús til að breiða út boðskap sinn um andúð gegn útlendingum. Þessir hópar hafa ekki verið áberandi hér á landi hingað til en það er áhyggjuefni ef þeir ná sömu fótfestu hér,“

Davíð segir mikilvægt að gera greinarmun á milli skoðana og fordóma, en hann segir að ekki þurfi að bera sömu virðingu á þessu tvennu.

„Það er mikilvægt að gera greinarmun á skoðunum og fordómum. Fordómar eru ekki skoðanir heldur lífssýn sem fólk þróar með sér til dæmis vegna vanþekkingar, ótta við hið óþekkta eða óánægju með hlutskipti sitt í lífinu. Það er því í sjálfu sér engin þörf á því að sýna fordómum sömu virðingu og fólki sem hefur bara aðrar skoðanir en maður sjálfur og fordómar þurfa því ekki endilega að njóta jafn ríkrar verndar á grundvelli skoðanafrelsis.“

Í pistlinum talar Davíð um að til þess að breyta skoðunum þessa fólks sé best að hlusta á og ræða við það á jafningjagrundvelli, í stað þess að  fordæma það á netinu.

„Sumir hafa keppst við að fordæma þetta fólk á samfélagsmiðlum með upphrópunum. Það er auðvitað alltaf freistandi að koma því á framfæri að maður sé betri en einhverjir aðrir. Ég efast hins vegar um að það sé mjög líklegt til árangurs. Fólk er ekki líklegt til að skipta um skoðun eða sýn á lífið við það að vera uppnefnt eða að öskrað sé á það.“

„Eins erfitt og það kann að vera þá er nauðsynlegt að hlusta á þetta fólk og ræða við það af yfirvegun og á jafningjagrundvelli. Fræðsla og aukin þekking á öðrum menningarheimum er lykillinn að því að berjast gegn fordómum.“

Umræður hafa skapast um skoðun Davíðs fyrir neðan deilingu hans á pistil sínum á Twitter. Ekki virðast allir sammála Davíð.

Davíð er sérstaklega gagnrýndur fyrir að kalla meðlimi Norðurvígis þjóðernisfélagshyggjumenn en ekki nasista.

Afhverju að nota villandi og bókstaflega beinþýðingu í staðin fyrir að segja bara hið auðskiljanlega, lýsandi – og það sem skiptir mestu máli _rétta_ orð: Nasistar?

— Sveinn Þórhallsson (@TheAngryVolcano) September 11, 2019

Væri ekki einföld byrjun að kalla þá sínu rétta nafni? Þetta eru einfaldlega nasistar.

— Siggeir F. Ævarsson (@siggeirslayer) September 11, 2019


Davíð svarar því og segir að betra sé að kalla fólk það sem að vilji vera kallað.

Halldór Auðar Sveinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að umburðarlyndi eigi ekkert endilega við þegar að samtök séu farin að styðja hryðjuverk. Þar á hann við um samstarf Norðurvígis við talsvert alræmdari skandinavísk nasistasamtök, The Nordic Resistance Movement.

Davíð segist vera að lýsa viðurkenndri aðferð sem mannréttindasamtök hafi notað með góðum árangri.

Halldór svarar Davíð og segir að hugsa þurfi vel hvaða aðferðum sé best að beyta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Landsvirkjunar – „Verið að keyra þetta verkefni verulega hratt áfram“

Forstjóri Landsvirkjunar – „Verið að keyra þetta verkefni verulega hratt áfram“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vandi Landspítalans leystur? – „Til allrar lukku hins vegar hefur ný nefnd verið skipuð“

Vandi Landspítalans leystur? – „Til allrar lukku hins vegar hefur ný nefnd verið skipuð“