fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
Eyjan

Guðmundur Franklín um RÚV og Guðna Th: „Vill hugsanlega ekki styggja sinn kandídat“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. september 2019 12:30

Guðmundur Franklín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá fulltrúa Synjun.is, Guðmundi Franklín Jónssyni, viðskipta- og hagfræðingi, fyrrverandi formanni Hægri grænna og forsetaframbjóðanda, er amast við því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafi staðfest lögin um þriðja orkupakkann. Er látið að því liggja að RÚV hafi ekki fjallað um samtökin eða undirskriftirnar sem söfnuðust gegn orkupakkanum, til að styggja ekki sinn „kandídat“, forseta Íslands, sem hafi um árabil unnið afleysingastörf á RÚV:

„Það sem sætir ekki síður furðu er að fréttastofa Ríkisútvarpsins hafði ekki samband við okkur sem stóðu að þessum undirskriftarsöfnunum tveimur, á Facebook og á Synjun.is, og létu heldur ekki svo lítið að birta fréttatilkynningar sem þeim voru sendar. Ríkisútvarpið vill hugsanlega ekki styggja sinn kandídat en áður en Guðni Th. varð forseti hafði hann starfað um árabil sem afleysingamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins eins og segir á heimasíðu forsetaembættisins.“

Ekki hlustað á þjóðina

Guðmundur segir niðurstöðuna dapurlega, þar sem meirihluti þjóðarinnar hafi ekki viljað innleiða orkupakkann. Nefnir Guðmundur að deila megi um í hvers umboði þingið og forsetinn starfi, en taka skal fram að breið samstaða var um orkupakkamálið á Alþingi, þar sem 46 þingmenn gegn 13 samþykktu málið:

„Forseti tók við undirskriftunum með pompi og prakt á skrifstofu sinni og var glaður í bragði. Það olli því forsvarsmönnum Synjunar, sem og mörgum meðlimum hópsins Orkunnar okkar, miklum vonbrigðum þegar forsetinn skrifaði undir þau tvö lagafrumvörp sem fylgdu þriðja orkupakka ESB, ásamt því að fallast á tillögu um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um þriðja orkupakka ESB. Orkupakkinn hefur því verið innleiddur á Íslandi þrátt fyrir að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar samkvæmt fjölmörgum könnunum hafi verið andsnúnir innleiðingu hans,“

segir í tilkynningunni og ennfremur að niðurstaðan sé dapurleg, þar sem kannanir hafi sýnt mikla andstöðu almennings við málinu:

„Þrátt fyrir áhuga forsetans á stjórnarskrárbreytingum, eins og hann nefnir, er ekki laust við að niðurstaðan sé helst til dapurleg. Nú er Synjun ekki eina vefsíðan sem hefur skorað á forseta eða aðra ráðamenn að leggja þriðja orkupakka ESB í hendur þjóðarinnar en einnig var skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem og þingmenn og eru þessar áskoranir samanlagt milli 30 – 40 þúsund. Það sætir því furðu að hvergi nokkurs staðar á leið þriðja orkupakka ESB í gegnum stjórnkerfið hafi sprottið upp áhugi á að leyfa þjóðinni að taka afstöðu til málsins. Deila má um í hvers umboði þingmenn og nú forseti starfa.“

Stríðið heldur áfram

Þá segir einnig að þó svo orrustan um orkupakkann hafi tapast, sé stríðið ekki búið:

„Það er erfitt að búa í landi þar sem stjórnvöld telja sig yfir kjósendur sína hafna. Kvarnast hefur úr grasrót Sjálfstæðisflokksins og fylgi ríkisstjórnarflokkanna er búið að vera í frjálsu falli síðan þriðji orkupakki ESB var tekinn til umræðu á Alþingi. Það hefur þó ekki dugað til og þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni í sífellu fram á andstöðu þjóðarinnar er augljóst að ráðamenn beina daufa eyranu að staðreyndum og halda áfram sinni Bjarmalandsför. Hvort einhvern tímann komi nýir tímar þar sem grasrætur flokkanna verða á ný þungamiðjan í hverjum flokki og hlustað verður á rödd þjóðarinnar er erfitt að segja. Við hjá Synjun höldum þó með gleði í hjarta út í veturinn því öll von er aldrei úti á meðan þjóðin stendur saman og berst gegn ofurafli fyrir þeim náttúruauði sem á réttilega að vera í hennar eigin eigu og einskis annars.

Baráttan heldur áfram, víglínurnar eru skýrar. EES-samningurinn virðist nú vera orðinn að einhverskonar tæki í innlimunarferli Íslands inn í Evrópusambandið og er það óásættanlegt því fylgja ber ávallt vilja þjóðarinnar í öllum mikilvægum málum. Þó svo að við höfum tapað þessari orrustu um auðlindirnar þá erum við ekki í vafa um hver vinnur stríðið að lokum, það er þjóðin, þótt síðar verði.“

Undir tilkynninguna skrifa þau Guðmundur Franklín Jónsson og Hildur Sif Thorarensen, verkfræðingur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andrés Ingi leggur til lækkun kosningaaldurs í 16 ár í frumvarpi

Andrés Ingi leggur til lækkun kosningaaldurs í 16 ár í frumvarpi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sakar Eflingu um óvandaðan málflutning

Sakar Eflingu um óvandaðan málflutning
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ásmundur kallar Gísla Martein skíthæl – „Hann hefur aftur á móti oft sóðað yfir mig lygaþvælu“

Ásmundur kallar Gísla Martein skíthæl – „Hann hefur aftur á móti oft sóðað yfir mig lygaþvælu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur kynnir ybbana til leiks – „Álíta sig yfirburðafólk með yfirburði yfir „fávísan og fordómafullan almúgann“

Sigmundur kynnir ybbana til leiks – „Álíta sig yfirburðafólk með yfirburði yfir „fávísan og fordómafullan almúgann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump, Covid og kosningabaráttan – Martröð á martröð ofan

Trump, Covid og kosningabaráttan – Martröð á martröð ofan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðni Th. með hughreystandi skilaboð til Íslendinga – „Við höfum séð það svartara“

Guðni Th. með hughreystandi skilaboð til Íslendinga – „Við höfum séð það svartara“