fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021
Eyjan

Illugi um besta mötuneytismatinn: „Hvaða fáránlega rugl er það?“ – Sjáðu undirtektirnar frá „silkihúfunum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Jökulsson, blaðamaður og rithöfundur, baunar á „silkihúfurnar“ hjá hinu opinbera þegar kemur að mötuneytismatnum og tengir við umræðuna um matinn sem skólabörn fá á diskinn sinn, en mikil umræða hefur átt sér stað varðandi hvort minnka eigi kjötframboð og auka grænkerafæði í mötuneytum sveitarfélaga.

Illugi segir:

„Hvaða hópar hafa mesta þörf fyrir góðan, fjölbreyttan, hollan og næringarríkan mat? Jú, annars vegar börn, hins vegar sjúklingar og vistmenn stofnana. En hverjum sér hið opinbera fyrir gómsætasta, fjölbreyttasta, hollasta og næringarríkasta matnum í mötuneytum sínum? Jú – miðaldra, vel stæðum Alþingismönnum, borgarfulltrúum, starfsmönnum Seðlabankans, Orkuveitunnar og svo framvegis.Hvaða fáránlega rugl er það?“

Þessu vill Illugi breyta strax:

„Bætum mötuneyti skóla og sjúkrahúsa. Standi almenningur undir kostnaði við mötuneytin eiga allir að fá það sama. Held að silkihúfurnar geti séð um sig sjálfar ef þær þykjast eiga skilið betri mat en aðrir.“

Undir orð Illuga tekur Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn:

„Sammála þessu. Bætum skólamat og skerðum hann ekki. Byrjum á okkur sjálfum og sýnum gott fordæmi.“

Ekki allir sammála

Illugi fær almennt góðar undirtektir við færslu sinni, en þó bregðast nokkrir öðruvísi við, sem hafa reynslu af mötuneytinu í Ráðhúsi Reykjavíkur og á Alþingi.

Til dæmis segir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, starfsmaður Reykjavíkurborgar og öflugur málsvari femínista, að sér hugnist ekki maturinn í vinnunni, sem kemur frá Múlakaffi og tekur undir orð Rannveigar Tenchi, varaborgarfulltrúa Pírata:

„Ég get svo sannarlega sagt það sama um matinn í Ráðhúsinu. Hann er afar lélegur,“

segir Hildur.

Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að hún hafi borðað í mötuneyti Alþingis í fjögur ár. Þar hafi yfirleitt verið góður og hollur matur „en enginn lúxus.“

Hún segir að nú horfi málinu hinsvegar öðruvísi við :

„Nú er hins vegar annar háttur hafður á þinginu og miðað við matinn sem ég fékk þar í rúma viku í fyrra hreinlega ekki góður og t.d. ekki hægt að kaupa ávexti á milli mála. Fullyrðingar um að mötuneyti stofnanna séu einhver lúxus eða niðurgreiddar umfram það sem gerist á almennum vinnumarkaði fara í taugarnar á mér.“

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kemur mötuneyti Ráðhússins til varnar:

„Maturinn í ráðhúsinu er ágætur, hann kemur frá Múlakaffi og því sami matseðill og er á fjölmörgum öðrum veitingastöðum. Meirihlutinn í Reykjavík hefur lagt áherslu á að bjóða fjölbreytt val á hollum mat á öllum starfsstöðvum og ég er sammála því að það er mikilvægt og jafnvel mikilvægara en að starfsmenn fái það val. Það er hinsvegar flóknara eldhúsin fjölmörg og því gerist það ekki yfir eina nótt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar segir að Kolbeinn sé kominn á flótta – „Flóttinn byrjaður“

Gunnar segir að Kolbeinn sé kominn á flótta – „Flóttinn byrjaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dökkt útlit í ferðaþjónustunni – Búa sig undir „Íslendingasumar“

Dökkt útlit í ferðaþjónustunni – Búa sig undir „Íslendingasumar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk – „Dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum“

Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk – „Dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinstri græn í Reykjavík velja milli prófkjörs og uppstillingar í kvöld

Vinstri græn í Reykjavík velja milli prófkjörs og uppstillingar í kvöld
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór varar við vinstri stjórn – „Þá munum við aldrei ná viðspyrnu“

Guðlaugur Þór varar við vinstri stjórn – „Þá munum við aldrei ná viðspyrnu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingibjörg Sólrún til Sameinuðu þjóðanna – Mun starfa að kosningamálum í Írak

Ingibjörg Sólrún til Sameinuðu þjóðanna – Mun starfa að kosningamálum í Írak
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn segir þetta vera mestu hættuna í kjölfar óeirðanna

Þorsteinn segir þetta vera mestu hættuna í kjölfar óeirðanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga segir nóg komið

Inga segir nóg komið