fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Eyjan

Anna segir „Freyja eyja“ ekki illmælgi heldur viðurnefni – Segir Steingrím hafa rekið málið á persónulegri pólitískri vegferð

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tilurð ummæla minna um Freyju Haraldsdóttur áttu því ekki við hana sjálfa heldur urðu þau til í Alþingi í kjölfar þess að breytingar þurfti að gera á húsnæði Alþingis til þess að fatlaðir sem notast við hjólastól gætu haft þar aðgengi“ Þetta segir Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miđflokksins, í andsvari sínu til Forsætisnefndar vegna umfjöllunar um Klaustursmálið. Þar hafnar hún því alfarið að ummæli hennar „Freyja eyja“ hafi falið í sér niðrandi ummæli um baráttukonuna Freyju Haraldsdóttur.

Anna Kolbrún segir að orðanotkunin „Freyja eyja“ sem heyrðist af upptökum frá Klaustursbar og fjallað var um fyrir áramót, hafi ekki falið í sér fordóma gagnvart fötluðum eða niðrandi ummæli um Freyju Haraldsdóttur.

Þarna sé um viðurnefni að ræða sem eigi rætur sínar að rekja til þess að eftir að Anna Kolbrún kom til starfa á þingi hafi henni orðið ljóst að það þyrfti að fjarlægja veggstubb eða „eyju“ sem hundraði aðgengi fatlaðs fólks. Áður höfðu verið gerðar breytingar á ræðustól Alþingis eftir að Freyja tók við þingmennsku og þótti Önnu því eðlilegt að skrifstofa Miðflokks á Alþingi yrði opin öllum, einnig þeim í hjólastól.

Algengt sé að þingmenn hljóti viðurnefni, t.d. Anna panna, Guðmundur jaki og Steingrímur Skalli.

Í niðurlagi bréfsins heldur Anna Kolbrún því fram að annarlegar hvatir séu að baki málsmeðferð forsætisnefndar, þá helst pólitísk vegferðar Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis.

„Allur málatilbúnaður þessa máls hefur verið mjög sérstakur og virðist rekinn af sérstaklega miklum þrótti af forseta Alþingis svo ekki verði annað hægt að álykta sem svo en að forseti Alþingis sé á persónulegri pólitískri vegferð.“

Líkt og fram kom fyrr í dag þá þótti forsætisnefnd ummæli Önnu Kolbrúnar ekki fela í sér brot gegn siðareglum og ósannað að þau hefðu verið viðhöfð með niðrandi hætti.

Sjá einnig: 

Anna Kolbrún slapp fyrir horn með uppnefnið Freyja eyja

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“