fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Hamfarahlýnunin og Sigmundur Davíð

Egill Helgason
Laugardaginn 27. júlí 2019 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er árið sem við erum flest komin með alvarlega í magann vegna loftslagsbreytinga. Við fylgdumst með mótmælaaðgerðum barna og unglinga síðla vetrar og í vor – sumarið heilsar svo með óvenjulegum hitabylgjum þar sem met eru ekki bara slegin heldur mölbrotin.

Rannsóknir vísindamanna á fyrri hlýinda- og kólnunarskeiðum sýna svo óyggjandi er að nákvæmlega ekkert vit er í að efast um loftslagsbreytinga af mannavöldum. Menn geta verið í afneitun, en það er þá einungis vegna hagsmuna, í blekkingarskyni ellegar vegna ranghugmynda.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ritaði grein um daginn þar sem hann talaði um „sýndarstjórnmál“ í kringum loftslagsbreytingar. Og víst er það að ekki er nóg að gert – við erum komin út á skelfilega háskabraut. En Sigmundur gerði meðal annars athugasemd við að börnum væri beitt í áróðursskyni, þau látin skrópa í skóla og einnig kvartaði hann undan því að nú væri ætlast til að við kölluðum þetta „hamfarahlýnun“.

En það verður að segjast eins og er að nokkuð annan tón mátti greina hjá Sigmundi þegar hann var forsætisráðherra og undirritaði Parísarsamkomulagið fyrir Íslands hönd. Þar talaði hann um „catastrophic climate change“, hina miklu ógn sem mannkynið yrði að takast á við.

Nærtækast er að þýða þessi ensku orð sem „hamfarahlýnun“.

Reyndar er ágætt að lesa þessa ræðu Sigmundar frá árinu 2015. Þar er að finna mörg aðalatriði málsins, ekki síst hvað varðar Íslendinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“