fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Gunnar Bragi hæðist að Viðreisn og fordæmir brennivínsfrumvarp

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. júlí 2019 14:04

Gunnar Bragi Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, fer hörðum orðum um Viðreisn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Gunnar Bragi uppnefnir flokkinn og kallar hann „litlu Samfylkinguna“. Segir hann flokkinn standa gegn lýðheilsu með afstöðu sinni í nokkrum málaflokknum. Kemur fram í greininni að Gunnar Bragi virðist mjög andsnúinn auknu frelsi í verslun með áfengi:

„Þetta hefur verið sérstaklega áberandi þegar kemur að varnaðarorðum gegn aukinni áfengisneyslu sem fylgir svokölluðu brennivínsfrumvarpi þeirra“

Gunnar Bragi átelur Viðreisn einnig fyrir að leggjast gegn sykurskatti og vera fylgjandi óheftum innflutningi á ferskum matvælum. Enn fremur segir í greininni:

„Fjórtán tillögur Embættis landlæknis hafa fengið falleinkunn flokksins þrátt fyrir að sumar þeirra væru til þess fallnar að stuðla að aukinni lýðheilsu. Tillögur svo sem að upplýsa neytendur betur, þótt ekki sjái undirritaður ástæðu til að fara eftir tillögum eins og að hækka skatta umfram það sem nú nú er.“

Gunnar Bragi veltir upp þeirri tilgátu að Viðreisn taki hugsanlega ekki mark á Landlækni vegna þess að hann er ekki á vegum þeirra samtaka sem Viðreisn metur mest:

„Hugsanlega er það svo að í huga Viðreisnar eru sérfræðingar ekki sérfræðingar nema þeir starfi innan Evrópusambandsins eða séu á snærum Félags atvinnurekenda.“

Varðandi innflutning á matvælum bendir Gunnar Bragi á að fræðimenn spái því að sýklalyfjaónæmi eitt og sér verði stærri valdur að dauða en krabbamein eftir um þrjátíu ár. Hann sér jafnframt hvarvetna mótsagnir og hræsni í málflutningi Viðreisnar, eins og þetta dæmi ber vitni um:

„Til dæmis má nefna þegar einn núverandi þingmaður og þáverandi ráðherra Viðreisnar óskar foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum velfarnaðar í mikilvægum verkefnum einn daginn en er vart kominn úr ráðherraembættinu næsta dag þegar hann leggur fram brennivínsfrumvarp sem vinnur gegn verkefnum samtakanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að