fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Hlín Hólm kosin formaður fyrst kvenna

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. júní 2019 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlín Hólm, deildarstjóri flugleiðsögudeildar Samgöngustofu, var kosin formaður stýrihóps flugleiðsögu á Norður-Atlantshafi (North Atlantic Systems Planning Group, NAT SPG) til næstu fjögurra ára á fundi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) í París í gær. Hlín er fyrsta konan sem gegnir formennsku í hópnum en hún tekur við af Ágeiri Pálssyni framkvæmdastjóra flugleiðasögusviðs Isavia sem gegnt hefur formennsku undanfarin 20 ár. Þetta kemur fram á vef Samgöngustofu.

Hlutverk NAT SPG er að annast eftirlit með gæðum flugleiðsöguþjónustu innan NAT-svæðis ICAO, en svæðið spannar loftrýmið yfir Atlantshafinu frá norðurpól að 45 gráðum norðlægrar breiddar. Einnig stýrir NAT SPG innleiðingu nýrrar tækni, vinnuaðferða og staðla fyrir flugleiðsögu.

Aðildarríki NAT SPG eru Bandaríkin, Kanada, Ísland, Noregur, Danmörk, Stóra Bretland, Írland, Frakkland og Portúgal. Auk þeirra taka þátt fulltrúar frá IATA (alþjóðasamtökum flugfélaga), IBAC (alþjóðasamtökum flugrekenda einkavéla), IFALPA (alþjóðasamtök flugmanna), IFATCA (alþjóðasamtökum flugumferðastjóra) og INMARSAT (veitanda gervihnattaþjónustu).

Hlín Hólm er deildarstjóri flugleiðsögudeildar Samgöngustofu.  Samgöngustofa ber ábyrgð á skipulagi loftrýmisins í lofthelgi Íslands og því loftrými sem Ísland ber ábyrgð á.  Einnig veitir Samgöngustofa starfsleyfi vegna flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnun flugumferðar og hefur eftirlit með veitingu slíkrar þjónustu. Þessum verkefnum sinnir SGS í nánu samstarfi með starfsleyfishöfum, Isavia og Veðurstofu Íslands, sem og hagsmunaaðilum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar