fbpx
Laugardagur 21.september 2024
Eyjan

FA og Rafiðnaðarsambandið undirrita kjarasamning

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. júní 2019 19:00

Björn Ágúst Sigurjónsson hjá Rafiðnaðarsambandinu og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, takast í hendur við undirritun samningsins. Mynd-FA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag atvinnurekenda og Rafiðnaðarsamband Íslands undirrituðu kjarasamning í dag. Samningurinn er í öllum aðalatriðum samhljóða samningum FA við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Grafíu, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum, sem undirritaðir voru í apríl og maí. Þannig eru launabreytingar og forsendur samninganna þær sömu. Greint er frá á vef Félags atvinnurekenda.

Samið var um styttingu vinnuvikunnar um rúmlega eina og hálfa klukkustund, þannig að virkur vinnutími fari úr 37 stundum og fimm mínútum í 35 stundir og 30 mínútur. Kemur sú breyting til framkvæmda í áföngum, 1. apríl á næsta ári og 1. apríl 2021. Heimilt verður að skipuleggja dagvinnu á tímabilinu 7 til 19. Samningurinn gerir ráð fyrir að atvinnurekandi hafi samráð við starfsmenn um styttingu vinnutímans á hverjum vinnustað.

Samhliða styttingu vinnutímans koma inn í samninginn ný ákvæði um yfirvinnu, sem taka gildi á næsta ári. Hún skiptist framvegis í yfirvinnu 1, sem greiðist með tímakaupi sem samsvarar 1% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu, og yfirvinnu 2, sem er greidd fyrir virkan vinnutíma umfram 41 klst. á viku að meðaltali á launatímabili eða mánuði. Yfirvinna 2 greiðist með tímakaupi sem samsvarar 1,15% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Leggur fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar – „Venjan er sú að hér ríkir ekkert lýðræði“

Leggur fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar – „Venjan er sú að hér ríkir ekkert lýðræði“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur sótillur: „Að hugsa sér að stjórnvöld skuli voga sér að leggja þetta til“

Vilhjálmur sótillur: „Að hugsa sér að stjórnvöld skuli voga sér að leggja þetta til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bankastjórar, sýnið þjóðfélagslega ábyrgð, lækkið vextina!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bankastjórar, sýnið þjóðfélagslega ábyrgð, lækkið vextina!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Lilju Alfreðsdóttur

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Lilju Alfreðsdóttur