fbpx
Sunnudagur 14.ágúst 2022
Eyjan

Eldfimt ástand hjá olíufélögunum: Dælan klagar Atlantsolíu – „Ekki boðið lægsta verð á Íslandi í að ég held níu ár“ –

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. júní 2019 09:46

Sviðsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Páll Leifsson, framkvæmdastjóri Dælunnar, hefur klagað Atlantsolíu til Neytendastofu vegna meintra falskra auglýsinga þeirra. Jón Páll segir við Morgunblaðið að þeir hafi auglýst sig með lægsta verðið, þegar raunin var allt önnur:

„Ég heyrði þessa auglýsingu fyrst á mánudag fyrir viku síðan (3. júní) og svo héldu þeir áfram að birta hana og það þrátt fyrir að vera með fjórða lægsta verðið á tímabili. Atlantsolía hefur ekki boðið lægsta verð á Íslandi í að ég held níu ár,“

segir Jón, en auglýsingin var birt á netinu og vísaði til þess að Atlantsolía væri með lægsta verð landsins í Kaplakrika og á Sprengisandi.

Verðstríð olíufélaganna skall á í síðustu viku. Atlantsolía lækkaði þá verð sitt á Sprengisandi til jafns við Kaplakrika, sem býður gjarnan lægsta verð fyrirtækisins og lækkuðu aðrir í kjölfarið.

Samkvæmt Morgunblaðinu hefur Atlantsolía nú tekið auglýsinguna úr birtingu, en í stað hennar segir:

„Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi.“

Costco ódýrast – Dælan dýrust

Eyjan kannaði lægstu verð þeirra sem bjóða ódýrasta verðið á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt heimasíðum fyrirtækjanna. Þar kom í ljós að Costco býður lægsta verðið, en Dælan er dýrust þeirra sem bjóða lægsta verðið:

Lægstu verð Atlantsolíu þessa stundina samkvæmt heimasíðu er 211,40 krónur bensínlítrinn og 202 krónur dísellítrinn.

Dælan selur bensínlítrann á 219,9 krónur og dísellítrann á 209,9 krónur. Þar er sama verð á öllum dælum.

Lægsta verð ÓB á höfuðborgarsvæðinu er 211,40 krónur bensínlítrinn og 202 krónur dísellítrinn.

Orkan, sem segist bjóða lægsta verðið án skilyrða, selur ódýrasta bensínlítrann á 211,1 krónu og dísellítrann á 201,7 krónur.

Costco, sem hvergi auglýsir eldsneytisverð sitt, ekki einu sinni á heimasíðu sinni, selur bensínlítrann á 210 krónur sléttar og dísellítrann á 201 krónu, samkvæmt upplýsingum starfsmanns í gegnum síma.

 

Athuga skal að bensínverð er mishátt eftir stöðum en bent er á Bensínverð.is til að fá nákvæmt yfirlit yfir bensínverð hverju sinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Salan á Mílu í uppnámi – Ardian íhugar að hætta við kaupin

Salan á Mílu í uppnámi – Ardian íhugar að hætta við kaupin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump bregst við húsleitinni – Birtir dularfullt myndband – „. . . and the best is yet to come“

Trump bregst við húsleitinni – Birtir dularfullt myndband – „. . . and the best is yet to come“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óbærileg spenna á Ólympíumótinu

Óbærileg spenna á Ólympíumótinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Læknafélagsins svarar fullyrðingum um að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi hít

Formaður Læknafélagsins svarar fullyrðingum um að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi hít
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svanborg tekur við sem framkvæmdastjóri Viðreisnar

Svanborg tekur við sem framkvæmdastjóri Viðreisnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn tapar fylgi

Framsókn tapar fylgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir slæmt að háskólamenntaðir hafi setið eftir hvað varðar kjaraþróun

Segir slæmt að háskólamenntaðir hafi setið eftir hvað varðar kjaraþróun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur segir landlæga þrjósku valda því að Ísland gengur ekki í ESB – „Ís­lenska krónan er fíllinn í stofunni“

Ólafur segir landlæga þrjósku valda því að Ísland gengur ekki í ESB – „Ís­lenska krónan er fíllinn í stofunni“