fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Kynslóðin mesta og arfleifð hennar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 6. júní 2019 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er þess minnst að 75 ár eru liðin frá D-degi, en svo er innrás herja Bandamanna í Normandie kölluð. Þetta var fjölþjóðlegt herlið, en fjölmennastir voru Bandaríkjamenn og Bretar.

Þetta var á tíma þegar týrur lýðræðisins höfðu slokknað í Evrópu. Á myrkustu árum heimsstyrjaldarinnar voru einungis fimm lýðræðisríki eftir í Evrópu – Ísland var eitt þeirra.

Í Bandríkjunum hefur orðið hefð að tala um „The Greatest Generation“ – kynslóðina mestu. Það er fólk sem var fætt á fyrstu áratugum 20. aldar og upplifði bæði kreppuna miklu og heimsstyrjöldina.

Flestir fulltrúar þessarar kynslóðar er horfnir – en nokkra má þó sjá við hátíðarhöldin vegna D-dags.

Þetta var kynslóð sem hafði fyrir einhverju raunverulegu að berjast. Fyrir lífskjörum sínum og afkomum í kreppunni, fyrir lífi sínu og frelsi í heimsstyrjöldinni. Þegar hermennirnir sneru heim af vígvöllunum var um það samfélagssátt að þeir sneru aftur til betra lífs og kjara en áður hafði þekkst. Í Bandaríkjum óx upp blómleg millistétt – verkamenn höfðu góð laun og gátu lifað af launum sínum, séð fjölskyldum sínum farborða og menntað börnin sín.  Í Vestur-Evrópu var byggt upp velferðar- og heilbrigðiskerfi – Bretar gengu á undan með sitt fræga NHS.

Því miður hefur verið stöðugt grafið undan þessu síðastliðna áratugi, meðal annars í svokölluðu hark-hagkerfi þar sem réttindi vinnandi fólks er virt að vettugi. Ójöfnuður eykst stöðugt – andstætt þeim hugsjónum um jöfnuð og virðingu sem voru lofti á árunum eftir stríð.

Björn Bjarnason nefnir aðrar afleiðingar stríðsins í pistli sem hann birtir á heimasíðu sinni. Það er alþjóðakerfið sem var byggt upp eftir styrjöldina:

„Reynslan af síðari heimsstyrjöldinni lagði grunn að alþjóðakerfinu eins og það er nú á tímum, Sameinuðu þjóðunum, NATO, Evrópuráðinu og Evrópusambandinu.

Fórnirnar sem voru færðar í síðari heimsstyrjöldinni verða til einskis gleymi menn gildi þess að þjóðir vinni saman með frjálsum viðskiptum og sameiginlegum vörnum. Engir eiga meira undir í því efni en smáþjóðir. Þess vegna ber okkur Íslendingum ekki síður en öðrum þjóðum að minnast þess með virðingu og þökk sem gerðist þennan dag fyrir 75 árum í Normandie í Frakklandi.“

Því miður er þessu skipulagi alþjóðamála nú ógnað af þjóðernisöfgum sem hafa sprottið upp – líkt og draugar frá tíma ófriðar og stanslausra ýfinga á fyrri hluta tuttugustu aldar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður