fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Áslaug skólar Davíð til um stefnu Sjálfstæðisflokksins – „Mikilvægt að festast ekki í fortíðinni“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. maí 2019 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein í Morgunblaðið í dag af tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins hvar hún svarar leiðara Davíðs Oddssonar á dögunum.

Davíð, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og nú ritstjóri Morgunblaðsins, hneykslaðist á því að frumvarpsdrögin að nýja þungunarrofsfrumvarpinu, sem heimilar þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu, hefði komið úr ranni Sjálfstæðisflokksins, en sagði þó fátt koma sér á óvart núorðið.

Sagði hann uppfinningamenn ekki hafa tekist að finna upp eilífðarvélina og stjórnmálaflokkar væru ekki eilífir, en í tilfelli Sjálfstæðisflokksins þyrfti það ekki að vera „harmsefni.“

Sjá nánar: Davíð Oddsson segir endalok Sjálfstæðisflokksins ekki endilega vera „harms­efni“

Ekki festast í fortíðinni

Áslaug Arna svarar Davíð í grein sinni og telur mikilvægt að festast ekki í fortíðinni:

„Rétt er það sem áður hefur verið haldið fram í þessu blaði að uppfinningamenn hafa lengi reynt að finna upp eilífðarvélina og ekki tekist. Því er mikilvægt að festast ekki í fortíðinni, heldur þróast í takt við nýja tíma og leiða þær óumflýjanlegu breytingar sem framtíðin mun hafa með sér fremur en að óttast þær. Við tökumst á við framtíðina með opnum hug en stöndum vörð um grunngildin sem eiga jafn mikið upp á pallborðið árið 2019 og árið 1929.“

Úreltar hugmyndir

Þá skólar Áslaug Davíð til í því hvert hlutverk Sjálfstæðisflokksins sé:

„Það er ekki hlutverk Sjálfstæðisflokksins að standa vörð um úreltar hugmyndir sem þóttu einu sinni góðar. Við gerum greinarmun á grunngildum og einstaka stefnumálum eða úrræðum sem einu sinni virkuðu. Um leið og við berum virðingu fyrir sögunni er mikilvægt að við mótum framtíðina. Styrkleiki Sjálfstæðisflokksins hefur í gegnum tíðina verið sú mikla breidd af fólki sem bæði styður og starfar í flokknum, fólk á öllum aldri og úti um allt land. Innan flokksins ríkja ólík sjónarmið um ýmis mál en stefnan stendur á traustum grunni. Í krafti fjöldans býr flokkurinn að mikilvægri reynslu þeirra sem hafa verið lengi í stjórnmálum um leið og ungt og hæfileikaríkt fólk haslar sér völl. Hvort tveggja er forsenda þess að flokkurinn vaxi og dafni.“

Sem kunnugt er þá birti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, grein sína um 90 afmæli Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu, en ekki í Morgunblaðinu og ljóst að það andi köldu milli Hádegismóa og Valhallar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG