fbpx
Laugardagur 21.september 2024
Eyjan

Könnun MMR: Helmingur landsmanna á móti innleiðingu þriðja orkupakkans

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. maí 2019 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helmingur landsmanna (50%) er andvígur því að þriðji orkupakki ESB taki gildi hér á landi en tæplega þriðjungur, eða 31 prósent, er því fylgjandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar MMR um afstöðu almennings til þriðja orkupakkans.

Könnunin sem um ræðir var framkvæmd dagana 30. apríl til 3. maí og var heildarfjöldi svarenda 941 einstaklingur, 18 ára og eldri.

Helstu niðurstöður eru svohljóðandi:

  • Helmingur landsmanna (50%) kvaðst andvígur því að þriðji orkupakki ESB taki gildi á Íslandi en tæplega þriðjungur (31%) kvaðst fylgjandi.
  • Lítill stuðningur við þriðja orkupakkann virtist meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna en tæplega helmingur þeirra (49%) kvaðst andvígur innleiðingu þriðja orkupakkans og rúmur fjórðungur (27%) fylgjandi.
  • Stuðningsfólk Flokks fólksins og Miðflokksins reyndist að mestu andvígt orkupakkanum (98%) en 91% þeirra kváðust mjög andvíg. Stuðningsfólk annarra stjórnarandstöðuflokka (Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar) reyndist hins vegar nokkuð samstíga í stuðningi sínum við þriðja orkupakkann og kváðust 59% þeirra fylgjandi innleiðingu hans (31% mjög fylgjandi).
  • Svarendur sem kváðust hlynntir inngöngu í Evrópusambandið reyndust líklegri til að segjast fylgjandi innleiðingu orkupakkans (64%) heldur en þau sem kváðust andvíg inngöngu í ESB (11%).

Niðurstöður MMR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Leggur fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar – „Venjan er sú að hér ríkir ekkert lýðræði“

Leggur fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar – „Venjan er sú að hér ríkir ekkert lýðræði“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur sótillur: „Að hugsa sér að stjórnvöld skuli voga sér að leggja þetta til“

Vilhjálmur sótillur: „Að hugsa sér að stjórnvöld skuli voga sér að leggja þetta til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bankastjórar, sýnið þjóðfélagslega ábyrgð, lækkið vextina!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bankastjórar, sýnið þjóðfélagslega ábyrgð, lækkið vextina!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Lilju Alfreðsdóttur

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Lilju Alfreðsdóttur