fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Katrín hitti Theresu May: „Tímabært að huga frekar að framtíðarsambandi ríkjanna“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. maí 2019 13:04

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands Mynd-Forsætisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti tvíhliða fund með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í Downingstræti 10 í morgun. Ráðherrarnir ræddu meðal annars stöðu mála varðandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, mikilvægi alþjóðasamvinnu og uppgang popúlisma í Evrópu, samkvæmt tilkynningu:

„Það er ljóst að sú staða sem uppi er í breskum stjórnmálum í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu úr Evrópusambandinu er mjög flókin. Ég tel mikilvægt að Ísland og Bretland haldi sínum góðu tengslum og breski forsætisráðherrann er á sama máli. Nú er tímabært að huga frekar að framtíðarsambandi ríkjanna. Við vorum einnig sammála um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu en hún á víða undir högg að sækja.“

sagði forsætisráðherra.

Á fundinum áréttaði forsætisráðherra mikilvægi aðgerða gegn loftslagvandanum en mikil umræða fer nú fram í Bretlandi um þau mál. Ræddu forsætisráðherrarnir meðal annars um aðgerðir til að ná kolefnishlutleysi og um plastmengun í hafi.

Þá ræddu ráðherrarnir einnig jafnréttismál:

„Við ræddum um aðgerðir til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi en Theresa May hefur látið sig þann málaflokk varða á sínum pólitíska ferli. Ég tel mikilvægt að við horfum út fyrir landsteinana til að takast á við þessi mál og á það einnig við mansal og ofbeldi gegn konum og börnum á netinu, en þar hafa bresk stjórnvöld sinnt mikilvægri stefnumótun,“

sagði Katrín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk