fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Eyjan

Flugfargjöld hækkað um 20% frá falli WOW – Icelandair segir engin fargjöld hafa hækkað hjá sér

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. apríl 2019 12:00

Icelandair og WOW. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagstofa Íslands segir í dag að flugfargjöld hafi hækkað um 20.6 prósent frá í mars, þar sem gjaldþrot WOW hafi haft áhrif á mælingar vísitölu neysluverðs:

„Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 20,6% frá fyrri mánuði (áhrif á vísitölu 0,29%). Gjaldþrot fyrirtækis í farþegaflugi til og frá Íslandi um síðustu mánaðarmót hafði áhrif á niðurstöðu mælingar á vísitölu neysluverðs nú. Auk þess er algengt er að sjá hærri flugfargjöld í kringum páska. Mælingin tekur tillit verðs á helstu flugleiðum milli Íslands og Evrópu annars vegar og Íslands og Norður-Ameríku hins vegar. Mælt er verð hjá helstu þjónustuveitendum á hverri leið og gert ráð fyrir að ferðast sé frá Íslandi og aftur til baka.“

Engar breytingar hjá Icelandair

Það eru því aðeins erlendu flugfélögin sem virðast hafa hækkað fargjöld sín hingað til lands, ef marka má svör Icelandair.

Í svari Icelandair vegna fyrirspurnar Eyjunnar frá 17. apríl um hækkun á fargjöldum og breytingagjöldum hjá félaginu í kjölfar falls WOW, segir að félagið hafi ekki hækkað nein fargjöld eftir að WOW varð gjaldþrota:

„Til að taka af allan vafa þá höfum við ekki hækkað nein fargjöld hjá okkur í kjölfar falls WOW.“

Hinsvegar hafa breytingagjöld hækkað verulega hjá Icelandair, allt að fimmfalt, líkt og DV hefur fjallað um. Er það útskýrt með nýju breytingakerfi sem tekið var í notkun:

„Varðandi breytingagjöldin, þá gerðum við breytingar á verðskrá okkar í mars sl. á sama tíma og við tókum upp nýtt tekjustýringarkerfi. Þessi ákvörðun var tekin fyrir fall WOW en undirbúningur innleiðingar nýs kerfis hafði staðið yfir í 12 mánuði. Ástæða þessara verðbreytinga er sú að við bjóðum nú fjölbreyttari fargjaldaflokka en áður og breytingagjöld eru ekki innifalin í ódýrustu fargjöldum okkar. Þá er Icelandair fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni og sem slíkt í stöðugri þróun í takt við markaðinn sem við störfum á. Sem dæmi má nefna að mörg þeirra flugfélaga sem við erum í samkeppni við leyfa ekki breytingar á miðum sem keyptir hafa verið skv. ódýrasta fargjaldaflokki þeirra. Við gerum hins vegar breytingar á þessum miðum gegn gjaldi. Þá bjóðum við einnig fargjöld þar sem breytingargjald er innifalið.“

Sjá nánar: Icelandair hækkar breytingargjöld – Allt að fimmfalt hærri en í nóvember

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstir og bæta við sig

Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstir og bæta við sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni