fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Sveinn Andri situr sem fastast

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 5. apríl 2019 11:13

Sveinn Andri Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson, sem skipaður var skiptastjóri þrotabús WOW air, mun ekki víkja úr starfinu, líkt og Arion banki hefur farið fram á. Þetta kemur fram í skriflegu svari Símonar Sigvaldasonar, dómsstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur við fyrirspurn RÚV.

Stjórnendur Arion banka töldu Svein Andra vanhæfan en fundað var um málið í gær þar sem ekki tókst að miðla málum. Mannlíf segir frá því í dag að meint vanhæfi Sveins Andra sé vegna ágreinings Arion banka við Svein Andra í máli, en Sveinn Andri er einnig skiptastjóri í þrotabúi Data Cell, sem Arion banki hefur gert kröfu til.

Arion banki er einn stærsti kröfuhafinn í þrotabú WOW air.

Samkvæmt upplýsingafulltrúa Arion banka mun bankinn fara fram á úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um stöðu Sveins Andra.

Valið á skiptastjórum í þrotabú hefur verið gagnrýnt af mörgum, þar sem engir verkferlar eða reglur gildi um hvernig sé staðið að slíku vali, heldur ráði kunningsskapur og klíka því að miklu leyti hverjir hljóti hnossið.

Sjá einnig: Óska eftir að Sveinn Andri verði settur af sem skiptastjóri WOW air vegna vanhæfni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?