fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Þröstur tengir mál Jóns Baldvins við Jesú Krist – Hætti við að gefa út bókina um Jón Baldvin

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. febrúar 2019 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er einn af þeim sem ákváðu að hætta við og fresta útgáfu bók­ar­innar vegna þess að andrúmsloftið í sam­fé­lag­inu var lævi blandið og umræðan um höf­und­inn  drif­inn áfram af hatri sem var­huga­vert er að fara á fjör­urnar við.“

Þetta segir Þröst­ur Ólafs­son hag­fræðing­ur og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri verka­manna­fé­lags­ins Dags­brún­ar í grein á Kjarnanum. Greinin er stuðningsyfirlýsing við Jón Baldvin Hannibalsson sem hefur ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. Þröstur er einn af þeim sem stóð að útgáfu og söfnun afmælis heillaóska þar sem einnig átti að fjalla um pólitískan feril Jóns Baldvins en Þröstur telur Jón Baldvin vera einn af merkustu stjórnmálamönnum liðinnar aldar og eini stjórnmálamaðurinn sem sé virtur og dáður erlendis.

Þröstur segir að nú sé nóg komið af árásum og líkir máli Jóns Baldvins við ýmsa þekkta menn í mannkynssögunni, eins og Jesú. Þröstur segir að allt hafi sinn tíma og takmörk. Markmiðið sé ekki að koma höggi á Jón Baldvin, heldur leggja hann að velli, ræna hann ærunni og gera hann útlægan hér á landi.

„Þá var oft vitnað til lýðs­ins sem hrækti á Krist og fékk hann kross­fest­an. Göbbels hafði rétt fyrir sér. Ef klifað er nóg­sam­lega á sömu full­yrð­ing­unni, þótt upp­spuni sé, verður henni trú­að.“

Ég er einn af þeim sem telur að nú sé komið nóg. Allt hefur sinn tíma og sín tak­mörk. Líka mann­orðs­her­ferð,“ segir Þröstur og bætir við á öðrum stað um bókina sem aldrei kom út:

„Bókin átti að vera þessi þakk­læt­is­vott­ur. Alþekkt er að háar byggingar varpa af sér löngum skugga.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón