fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Eyjan

Pálmar Óli ráðinn af Dögum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pálmar Óli Magnússon hefur verið ráðinn forstjóri Daga, en fyrirtækið er leiðandi í fasteignaumsjón, ræstingum og veitingaþjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Pálmar Óli, sem áður var forstjóri Samskipa, tekur við stöðunni þann 1.mars nk., samkvæmt tilkynningu.

„Dagar eru gríðarlega spennandi fyrirtæki með mikla vaxtamöguleika, enda er óvíða að finna jafn umfangsmikla þekkingu á þörfum fyrirtækja og stofnana hvað varðar fasteignaumsjón, ræstingar, þrif og veitingaþjónustu í hæsta gæðaflokki. Náið og gott samstarf við viðskiptavini Daga hefur verið aðalsmerki fyrirtækisins og verður að sjálfsögðu áfram,

segir Pálmar Óli Magnússon, verðandi forstjóri Daga.

Pálmar Óli tekur við stöðunni af Guðmundi Guðmundssyni, sem lætur af störfum eftir áratugalangt og árangursríkt starf.

Guðmundur hefur leitt Daga af einurð í um tuttugu ár og gert það að leiðandi fyrirtæki á sínu sviði með útsjónarsemi sinni og þekkingu. Hans framlag og forysta við uppbygginu félagsins hefur verið lykilþáttur í frábærum árangri og ánægju meðal viðskiptavina og starfsmanna. Stjórn Daga færir honum einlægar þakkir fyrir störf sín,“

segir Patrick De Muynck,stjórnarformaður Daga, en Guðmundur mun áfram vera í hluthafahópi Daga og stjórninni til ráðgjafar.

Saga Daga nær aftur til ársins 1980 þegar Ræstingarmiðstöðin sf. var stofnuð, en hún varð síðar að ræstingardeild Securitas. Aldamótaárið 2000 keypti alþjóðlega fyrirtækið ISS A/S ræstingardeild Securitas og árið 2017 keyptu svo stjórnendur fyrirtækisins, ásamt hópi innlendra og erlendra fjárfesta, allt hlutafé fyrirtækisins.

Dagar eru með starfsemi á yfir 20 stöðum á landinu og þar starfa nú um 800 starfsmenn sem ræsta ríflega 720.000 fermetra hjá um 600 viðskiptavinum,sjá um húsumsjón og rekstur fasteigna og framreiða ríflega 50.000 máltíðir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Mannauðurinn er mikill og ég hlakka mikið til að takast á við spennandi verkefni á hverjum degi hjá Dögum,“

segir Pálmar Óli.

Pálmar Óli var eins og áður sagði forstjóri Samskipa, þar áður framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Hann er með MBA gráðu frá HÍ, CS gráðu í vélaverkfræði frá sama skóla og Dipl.Ing. í vélaverkfræði frá háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi. Hann er kvæntur Hildi Karlsdóttur kennara og eiga þau þrjú börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja