fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Eyjan

Borgarstjóri sagði DV ósatt – Krafinn skýringa í borgarráði

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarráðs í morgun lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram fyrirspurn um braggamálið, nánar tiltekið þeim þætti er snýr að Degi B. Eggertssyni er varðar tölvupóstsamskipti hans og Hrólfs Jónssonar, sem hafði umsjón með bragganum.

Líkt og Eyjan hefur margsinnis bent á, voru svör borgarstjóra í viðtali við DV Sjónvarp, ekki í samræmi við niðurstöður skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkur um málið.

Sagði Dagur við DV Sjónvarp daginn sem skýrsla IE var birt, að tölvupóstar hans hefðu verið yfirfarnir vegna málsins, en innri endurskoðun staðfesti hinsvegar við Eyjuna að það hefði ekki verið gert, enda kemur skýrt fram í skýrslunni að aðeins tölvupóstar Hrólfs og verkefnisstjóra hans deildar, hefðu verið til rannsóknar.

Því liggur fyrir að Dagur sagði DV ósatt.

Sjá nánarBraggamálið:Svör borgarstjóra á skjön við skýrslu Innra eftirlits Reykjavíkurborgar

Krefjast skriflegra svara

Í fyrirspurninni í morgun er vísað til fréttar Eyjunnar og viðtals borgarstjóra í DV Sjónvarpi og óskað er skriflegra skýringa á málinu frá borgarstjóra:

Fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins  er svohljóðandi:

„Í viðtali við DV þann 20. desember 2018 var borgarstjóri spurður að því hvort farið hefði verið yfir tölvupósta borgarstjóra og hann sagði svo vera en haft var eftir honum orðrétt: „Það hefur verið farið yfir þá. Og það sem hefur áður hefur komið fram í þessu er að ég fékk ekki upplýsingar og borgarráð fékk ekki upplýsingar og skýrslan staðfestir þá niðurstöðu.“

Þrátt fyrir þessi orð borgarstjóra kemur fram í skýrslunni að innri endurskoðandi hafi eingöngu skoðað fyrirliggjandi gögn í tölvupóstum tveggja starfsmanna sem komu að framkvæmdinni en orðrétt segir í skýrslunni:

„Skoðuð voru fyrirliggjandi gögn í tölvupósthólfum tveggja starfsmanna sem komu að framkvæmdunum (Sjá bls. 2).“  Með hliðsjón af framanrituðu er óskað eftir upplýsingum um hvers vegna svör borgarstjóra í DV eru á skjön við upplýsingar frá innri endurskoðun. Óskað er eftir skriflegu svari frá borgarstjóra sjálfum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“